is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21065

Titill: 
  • Tengsl persónuleika, starfsáhuga og starfstengdrar trúar á eigin getu við framtíðarmarkmið ungra Íslendinga
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl persónuleikaþátta, starfsáhuga og starfstengdrar trúar á eigin getu við framtíðarmarkmið ungra Íslendinga. Þátttakendur voru 248 talsins, á aldrinum 21-22 ára (55% konur og 45% karlar). Niðurstöður fjölbreytuaðhvarfsgreiningar sýndu að persónuleikaþættir, starfsáhugi og starfstengd trú á eigin getu höfðu tengsl við þau framtíðarmarkmið sem ungt fólk setti sér. Trú á eigin getu bætti marktækt við skýrða dreifingu framtíðarmarkmiða, umfram skýringu persónuleika og starfsáhuga í þremur tengslasamböndum. Niðurstöður miðlunar (e. mediation) leiddu í ljós að í þremur tilteknum miðlunarlíkönum miðluðu starfsáhugi og starfstengd trú á eigin getu að hluta til áhrifum persónuleikaþáttar á framtíðarmarkmið. Niðurstöður rannsóknarinnar eru sambærilegar niðurstöðum nýlegra erlendra og íslenskra rannsókna. Álykta má að þær hugsmíðar, sem lýsa persónulegum eiginleikum, séu aðskildar en hafi samt sem áður tengsl sín á milli. Mikilvægt er, fyrir hagnýta og markvissa náms- og starfsráðgjöf og frekari rannsóknarvinnu síðar, að auka þekkingu og skilning á samspili þessara hugsmíða sem hafa með lífsframvindu fólks að gera.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to test the relationship between personality traits, vocational interests and vocational self-efficacy to major life goals among Icelandic youth. Participants were 248; aged 21–22 (55% women and 45% males). Multiple regression analysis showed that personality traits, vocational interests and vocational self-efficacy all affected the major life goals of young people. Vocational self-efficacy had incremental validity to major life goals, over personality and vocational interests in three domains. Mediation analysis showed that in three domain-specific relationships, vocational interests and vocational self-efficacy partly mediated the relationship between personality and major life goals. Results are comparable to the outcomes of recent international and Icelandic studies. It is concluded that these constructs describing individual characteristics are distinct, yet related. It is important, for practice in career counseling and vocational psychology, and future research, to enhance knowledge and understanding of the relation between these major constructs that describe individual differences and how they affect the path people choose in life.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21065


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA.Arna.Pétursdóttir.pdf462.57 kBLokaður til...01.01.2025HeildartextiPDF