Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21072
Í þessari ritgerð er þýðing mín á nokkrum köflum úr bókinni Loforðið eftir Hrund Þórsdóttur af íslensku yfir á pólsku. Ritgerðin skiptist í tvo aðalhluta. Fyrri hlutinn er fræðileg greining á þýðingunni og helstu vandamálin sem koma upp þegar þýtt er á milli tveggja ólíkra tungu¬mála. Í síðari hlutanum er svo þýðingin.
Fyrri hlutinn skipist i fjóra undirkafla. Fyrsti kaflinn er inngangur en þar er rætt um höfundinn og verk hans. Í öðrum kafla er fjallað um þýðingar almennt á fræðilegan hátt. Í þriðja kafla er gerð grein fyrir helstu vandamálum sem komu upp við þýðinguna. Í fjórða kafla eru lokaorð þar sem efnið er tekið saman. Síðari hlutinn er þýðingin á köflum þremur.
Helstu vandamálin sem komu upp við þýðinguna má greina í tvennt. Annars vegar eru hefðbundin málfræðileg vandamál, það sem veldur erfiðleikum við þýðingu af íslensku á pólsku enda málin ólík. Hins vegar eru þau sem kalla má einu nafni menningartengd vandamál. Það eru þau sem telja má séríslensk og hvernig eiga að kynna þau fyrir pólskum lesendum. Þau sýna okkur að erfiðleikar við þýðingu felast ekki aðeins í beinni þekkingu á tungu¬málunum báðum. Þýðandinn þarf nefnilega líka að hafa skilning og þekkingu á menningarheimi þeirra sem upphaflega nutu verksins og þeirra sem munu njóta.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA Agnieszka Jakubek (1).pdf | 630.98 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |