is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21076

Titill: 
  • Eftirlitsstofnanir: Fiskistofa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið ritgerðinnar er að skoða samspil eftirlitsstofnana og eftirlitsskyldra aðila
    Samspilið er aðallega skoðað út frá viðmiðunarreglum frá Efnahags- og framfarastofnuninni (e. OECD), og skýrslu frá vinnuhópi forsætisráðherra sem hafði það hlutverk að fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvægra eftirlitsstofnana og meta hvernig viðmið um vandað regluverk og stjórnsýslu eru uppfyllt með einföldun, samræmi og skilvirkni að markmiði. Að auki fjallar höfundur um þær kenningar stjórnsýslufræðanna sem við eiga eins og almannavalskenningar (e. public choice), þjónustu- eða umsjónarkenningu (e. stewardship theory) og regluveldisyfirtöku (e. regulatory capture). Ákveðið var að taka fyrir eina eftirlitsstofnun og varð Fiskistofa fyrir valinu.
    Notuð var blönduð rannsóknaraðferð (e. mixed methods) við öflun gagna. Að stærstum hluta leitaði höfundur upplýsinga um viðfangsefnin eftir rituðum heimildum en að auki tók höfundur viðtöl við forstjóra Fiskistofu sem og fulltrúa tveggja sjávarútvegsfyrirtækja; annað fyrirtækið telst mjög stórt og hitt lítið. Viðtölin voru hálfopin og notaður var sami spurningarammi fyrir öll viðtölin. Notast er við aðferðir matsrannsókna í rannsókn þessari með það að markmiði að meta hvernig ákveðin eftirlitsstofnun stendur samkvæmt þeim viðmiðum sem sett eru fram í viðmiðum OECD um góða starfshætti eftirlitsstofnana. Í stuttu máli sýnir rannsóknin að Fiskistofa virðist vinna samkvæmt viðmiðum OECD um góða starfshætti eftirlitsstofnana. Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er þó að yfirvöld mættu beita sér fyrir því að regluverkið fæli í sér möguleika á meiri sveigjanleika fyrir minni fyrirtæki svo að eftirlitsstofnanir geti veitt þeim rýmra svigrúm til að bregast við nýjum reglum, úrbótarbeiðnum og fl. þar sem að mikill aðstöðu munur getur verið á stærri og minni fyrirtækjum.

Samþykkt: 
  • 6.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21076


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerd_MargretKristinHelgadottir_29.april2015.pdf590.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna