is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21082

Titill: 
  • Gaman saman. Hópastarf barna með stuðningi hunda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin er þróunarverkefni og markmið hennar er að kynna notkun dýra í meðferðarvinnu/vinnu félagsráðgjafa. Ritgerðin fjallar um meðferðarvinnu/hópastarf með dýrum og beinist að hópastarfi fjögurra, níu til tíu, ára drengja þar sem tveir hundar taka þátt í starfinu sem aðstoðarþerapistar. Rannsóknin miðar að því að meta hvort þátttaka hundanna hafi áhrif á starfið, þátttöku, virkni, að þroska félagslega færni, efla og víkka þægindahring barnanna. Leitast er við að varpa ljósi á hvort það, að hafa dýr með í hópastarfi hafi áhrif á starfið og á áhuga á þátttöku og dregið úr brottfalli. Aðferðin sem notuð er kallast starfendarannsókn. Fram komu þrjú þemu, léttleiki, virkni og góð samskipti. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að markmið rannsóknarinnar hafi náðst. Hundarnir höfðu hvetjandi áhrif á þátttöku drengjanna í hópastarfinu. Þeir biðu eftirvæntingafullir eftir að starfið hæfist og þeir mættu vel. Gögn rannsóknarinnar sýna að drengirnir nutu hópastarfsins og samskiptanna sín á milli og við hundana og þeir náðu að verða meiri félagar.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 6.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21082


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dagný María Sigurðardóttir.pdf785,26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna