is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21089

Titill: 
  • Staða náms- og starfsráðgjafa í grunn- og framhaldsskólum: Aðstoð við náms- og starfsval á sviði starfsmenntunar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig náms- og starfsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum meta eigin þekkingu á framboði fræðslukerfisins og störfum. Jafnframt að kanna hversu ánægðir þeir eru með þau úrræði, náms- og starfsupplýsingar og námsefni sem þeir hafa yfir að ráða til að leiðbeina nemendum um náms- og starfsval. Markmið var einnig að athuga hvort þeir telji að meistaranámið hafi veitt þeim þekkingu á menntakerfinu, vinnumarkaðinum og hvort þeir séu virkir að sækja sér endurmenntun á sviði náms- og starfsvals. Rafrænn spurningalisti var útbúinn og lagður fyrir alla starfandi náms- og starfsráðgjafa í grunn- og framhaldsskólum landsins, samtals 139 einstaklinga. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að náms- og starfsráðgjafarnir mátu að eigin þekking væri meiri á sviði bóknáms en iðn- og verknáms. Þeim þóttu náms- og starfsupplýsingar og rafrænar upplýsingar nokkuð viðunandi. Aftur á móti töldu þeir að upplýsingum um vinnumarkaðinn og námsefni væri ábótavant. Jafnframt er skýrt að þeir telja brýnt að í meistaranámi náms- og starfsráðgjafa eigi að leggja áherslu á að nemendur öðlist þekkingu á menntakerfinu og vinnumarkaðnum sem nýtist þeim í starfi. Einnig sýna niðurstöðurnar að ráðgjafarnir eru virkari að sækja endurmenntun sem snýr að persónulegum málefnum nemenda en náms- og starfsvali.

Samþykkt: 
  • 6.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21089


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Staða náms- og starfsráðgjafa í grunn- og framhaldsskólum. Aðstoð við náms- og starfsval á sviði starfsmenntunar.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna