is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21090

Titill: 
  • Mannfræði og líkaminn: Samfélagsleg áhrif á líkams- og sjálfsmynd
  • Titill er á ensku Anthropology and the body: Social impact on body image and identity
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Líkami og sjálfsmynd var ekki stórt viðfangsefni í mannfræði áður fyrr en áhugi á líkamanum hefur þróast jafnt og þétt innan fræðigreinarinnar. Í byrjun verður skoðað hvernig hugmyndir um líkamann voru fyrr á tímum og hvernig þær hafa þróast. Farið verður yfir helstu hugmyndir fræðimanna innan mannfræðinnar og hvernig þeir skilgreina sjálfsmynd og fjalla um helstu rannsóknir sem gerðar hafa verið á líkamsmynd. Helstu áherslur eru á ungmenni sem eru á miklu mótunartimabili þar sem þau eru að móta sjálfsmynd sína og finna sitt hlutverk í samfélaginu. Líkaminn hefur alltaf verið til staðar í mannfræði og þegar kemur að því að skoða hann er veruháttur eitt af lykilhugtökunum. Skoðað verður hvernig hugtakið hefur verið notað og þróast í tengslum við líkamann í mannfræði. Áhugi á heilsu og almennu heilbrigði hefur aukist í gegnum tíðina. Fjallað verður um hugtakið heilbrigði og hugmyndina um hvort það sé í raun til eitthvað sem kallast almennt heilbrigði. Fötlun líkamans verður tekin fyrir og fjallað verður um almenn viðbrögð samfélagsins við fötlun. Fjölmiðlar hafa mikil áhrif þegar kemur að því að skapa ímyndir í samfélaginu og skoðað verður hvernig staðalímyndir karla og kvenna birtast. Að lokum verður fjallað um margbreytileika líkamans mismunandi birtingarmyndir hans.

Samþykkt: 
  • 6.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21090


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mannfræði og Líkaminn.pdf721.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna