is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21093

Titill: 
  • Hinn nýi óvinur: Ímyndasköpun íslam á Vesturlöndum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um þá ímynd sem að Vesturlöndin hafa skapað af íslam. Á seinustu áratugum hafa sprottið upp mjög neikvæðar hugmyndar hvað varða múslima og íslam en það var sérstaklega eftir hryðjuverkaárásina þann 11. september sem að fordómarnir fengu byr undir báða vængi. Ég byrja á því að skoða trúarbrögðin sjálf og fyrir hvað þau standa. Þar á eftir skoða ég hvernig við erum sífellt að skapa „okkur” og „hina” og þær þróunarhyggju hugmyndir sem að birtast þar. Ég mun styðjast við hugmyndir Edward Said um Oríentalisma og einnig mun ég skoða hugmyndir Foucault um hver það er sem að hefur valdið til að skapa orðræðuna gagnvart „hinum”. Fjölmiðlar hafa átt stóran þátt í að móta hugmyndir almennings um íslam og hafa í gríð og erg birt múslima sem morðóða hryðjuverkamenn og kvennakúgara. Að lokum mun ég fjalla um stríðið gegn hryðjuverkum sem að George W. Bush þáverandi bandaríkjaforseti tilkynnti að væri hafið skömmu eftir hryðjuverkaárásina á tvíburaturnana. Þetta stríð er bein afleiðing af íslamófóbíu og er að mínu mati ekki stríð gegn hryðjuverkum heldur stríð gegn múslimum.

Samþykkt: 
  • 6.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21093


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf697.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna