is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21099

Titill: 
  • Skuldbinding til náms: Tengsl við stuðning foreldra og eftirfylgni, trú á eigin getu, skólahegðun í grunnskóla og vissu um námsval
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna tengsl stuðnings foreldra og eftirfylgni, trúar nemenda á eigin getu í námi, fyrri skólahegðunar og vissu um námsval við skuldbindingu nemenda til náms (e. student academic engagement) í framhaldsskóla, að teknu tilliti til kyns og menntunar foreldra. Rannsóknin byggir á gögnum úr skimunarprófi sem var lagt fyrir í 17 framhaldsskólum, víðs vegar um land haustið 2013. Þátttakendur í rannsókninni voru 2383 nýnemar í framhaldsskóla, flestir 16 ára. Niðurstöður fjölbreytuaðhvarfsgreiningar sýndu að því meiri sem trú nemenda var á eigin getu í námi, því vissari sem þeir voru um námsval í framhaldsskóla, því betri sem fyrri skólahegðun var og því meiri tilfinningalegan stuðning sem þeir fengu frá foreldrum, því meiri var námsleg skuldbindin þeirra í framhaldsskóla. Jafnframt kom fram að stúlkur voru að jafnaði skuldbundnari námi að teknu tilliti til fyrr¬greindra þátta. Stuðningur og eftirfylgni foreldra er afar mikilvæg í námi og lífi ungmenna í framhaldsskóla en stuðningur í tengslum við skuldbindingu til náms er sérstaða þessa verk¬efnis. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda eindregið til mikilvægis stuðnings og eftirfylgni foreldra og þátttöku þeirra í daglegu lífi barna sinna.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study is to explore the relationship between parents support and monitoring, students’ self- efficacy, prior school behavior and career indecision to student academic engagement in upper secondary schools controlling for gender and parents education. The study is based on results from a study that was conducted in the autumn of 2013. A total of 2383 students in 17 upper secondary schools around the country participated in the study, the majority of which were 16 years old. The results from multiple regression analysis indicate that the more students’ self- efficacy was, less career indecision, better prior school behavior and the more received affective parent support was, the more school engagement was in secondary school. The study also showed that girls showed on average more school engagement than boys. Parent support and parent monitoring is a very important factor in the life of the adolescent and in his or hers education but parents support in connection with students engagement is what makes this study unique. The results of this study indicates the importance of parents support and monitoring and the importance of parents’ participation in the life of their children.

Samþykkt: 
  • 6.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21099


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni 28. maí 2015.pdf861.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna