en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/211

Title: 
  • is Hvers vegna hegðar fólk sér eins og það gerir og kýs ákveðið umhverfi og aðstæður fram yfir aðrar? : rannsókn á matstækinu Sensory Profile fyrir unglinga og fullorðna
Abstract: 
  • is

    Margir fræðimenn hafa rannsakað skynúrvinnslu og hafa sýnt fram á hvernig einstaklingar upplifa umhverfi sitt í gegnum skynjun það er; snertingu, hreyfingu, líkamsstöðu, sjón, heyrn, lykt og bragð. Góð skynúrvinnsla er grundvallaratriði þess að einstaklingar nái færni við iðju. Tilgangur rannsóknarinnar var þríþættur: Að athuga frammistöðu íslenskra unglinga og fullorðinna á aldrinum 11-64 ára á matstækinu Sensory Profile fyrir unglinga og fullorðna, í íslenskri þýðingu. Að bera frammistöðu íslensku þátttakendanna saman við bandaríska staðla og að lokum að kanna hvort innri áreiðanleiki íslenskrar þýðingar matstækisins sé sambærilegur við bandaríska stöðlunarúrtakið. Megindleg rannsóknaraðferð var notuð við framkvæmd rannsóknarinnar og niðurstöður settar fram með lýsandi tölfræði. Þátttakendur í rannsókninni voru 96 einstaklingar, 20 nemendur úr Brekkuskóla og Menntaskólanum á Akureyri og 76 starfsmenn frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Háskólanum á Akureyri og Útgerðarfélagi Akureyringa. Þegar innri áreiðanleiki íslenskrar þýðingar matstækisins var borinn saman við bandaríska stöðlunarúrtakið kom í ljós að hann var sambærilegur en innri áreiðanleiki matstækisins er almennt of lár í öllum flokkum þess. Frammistaða unglinga var sambærileg bandarísku stöðlunum í þremur af fjórum flokkum matstækisins sem bendir til að tíðni hegðunar hjá þeim samsvari dæmigerðu skynúrvinnslumynstri. Í einum flokknum reyndist meðaltalið talsvert hærra hjá íslensku unglingunum. Frammistaða fullorðinna var sambærileg í tveimur flokkum matstækisins. Í öðrum þeirra var meðaltalið hærra en í hinum var það lægra. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um notagildi íslenskrar þýðingar matstækisins en benda einnig til að þörf sé á frekari rannsóknum og aðlaga verði matstækið betur að íslenskum aðstæðum.
    Lykilhugtök: Sensory Profile fyrir unglinga og fullorðna, skynúrvinnsla, frammistaða.

Accepted: 
  • Jan 1, 2004
URI: 
  • is http://hdl.handle.net/1946/211


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
hegdun.pdf12.11 MBOpenHvers vegna hegðar fólk sér eins og það gerir og kýs ákveðið umhverfi og aðstæður fram yfir aðrar? - heildPDFView/Open