is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21105

Titill: 
  • Enginn kann tveimur herrum að þjóna. Bókmenntagreiningar á kvæðabókum Helgu Pálsdóttur, Signýjar Hjálmarsdóttur og Þóru Jónsdóttur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skáldskapur nýrómantíkinnar átti sinn þátt í að skapa menningarlegt andrúmsloft upp úr aldamótunum 1900. Bókmenntirnar fjölluðu um sveitarómantíkina og þjóðernishyggju og þau einkenndust af óbeisluðu ímyndunarafli skáldsins, dulhyggju og framtíðarsýn. Hér á Íslandi voru það skáld eins og Einar Benediktsson, Sigurður Sigurðsson frá Arnarhvoli, Jónas Guðlaugsson, Jóhann G. Sigurðsson, Jóhann Sigurjónsson og Stefán frá Hvítadal sem ortu undir þessum áhrifum. Hulda skáldkona er eina konan sem nefnd hefur verið til sögunnar sem fulltrúi þessarra skáldskapar hér á landi. Voru það virkilega ekki fleiri konur sem stunduð kveðskap á Íslandi á þessum tíma og ortu undir þessum áhrifum? Hér er vert að staldra við og íhuga nánar hlutina. Þegar ég sem barn var látin læra ljóð upp úr Skólaljóðunum gömlu var búið að haka við þau kvæði sem hver árgangur átti að læra og það voru ekki ljóð eftir konur, var forvitni mín vakin sérstaklega vegna þess að Skólaljóðabókin er talin til öndvegisrita íslenskrar bókmenntanna.
    Hér á eftir verður fjallað um þrjár skáldkonur sem fæddar voru í kringum aldamótin 1900. Þær Helgu Pálsdóttur (1877-1973), Signýju Hjálmarsdóttur (1920-1956) og Þóru Jónsdóttur frá Kirkjubæ (1895-1966) þær eiga það sameiginlegt að hafa verið ágætlega hagyrtar um málefni samtíðar sinnar en gáfu aldrei út verk sín.
    Leitast verður við að komast að rótum, uppruna og einnig að draga fram einkenni á kveðskap þeirra. Ég velti því upp hvort um vanda bókmenntafræðinnar sé að ræða þegar kemur að því að greina og flokka kveðskap eftir konur. Hefur það eitthvað með huglægt mat manna að gera? Öndvegisrit bókmenntanna eiga að spegla það samfélag sem þau sprottin upp úr ef þau gera það ekki er myndin skökk.

Samþykkt: 
  • 6.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21105


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Magnea Ingvars.pdf626.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna