is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tölvunarfræðideild / Department of Computer Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21106

Titill: 
 • Rafræn beiðnabók
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í rafrænum viðskiptum er byggt á XML skeytum sem innihalda nauðsynlegar upplýsingar til að sjálfvirknivæða bókun á reikningum hjá viðskiptamanni. Flest fyrirtæki og stofnanir sem taka á móti rafrænum reikningum leitast við að tryggja að frumskráning hjá birgja sé þess eðlis að rekjanleiki sé sem bestur. Það auðveldar í framhaldi sjálfvirka bókun í fjárhagskerfi þess sem keypti það sem fram kemur í rafrænum reikning.
  Til að skipta út hefðbundnum beiðnabókum með Rafrænum beiðnum þarf starfsmaður að hafa aðgang að þessum rafrænu beiðnum hvar sem er og hvenær sem er. Eðlilegast að slíkt aðgengi sé í gegnum snjallsíma. Rafræn viðskipti þurfa hins vegar að vera örugg og því þarf að huga vel að auðkenningu þess sem útbýr beiðni.
  Ferlið í sinni einföldustu mynd er þannig að með hugbúnaði í snjallsíma auðkennir starfsmaður sig við miðlæga beiðnaþjónustu Advania sem er hluti af Rafrænni Viðskiptaþjónustu Advania. Með örfáum aðgerðum er óskað eftir úthlutun á beiðni, ef heimild er til þess birtist á skjá símans beiðni með nauðsynlegum upplýsingum til að skrá í pantana/sölukerfi þess sem selur vöruna. Ef starfsmaður er staddur í verslun er einnig birt strikamerki sem má lesa inn í beiðnanúmerssvæði sölukerfis, ef starfsmaður óskar að senda beiðnina með tölvupósti til birgja er það einnig valkostur. Beiðni sem er úthlutað er á sama tíma skráð í fjárhagskerfi viðskiptavinar til síðari nota.
  Þegar reikningur er síðan sendur frá birgja inniheldur hann þessar beiðnaupplýsingar sem hafa þegar verið skráðar í fjárhagskerfi þess sem reikninginn mótttekur og þar með er hægt að merkja rétta samþykktaraðila og fjárhagsvíddir við bókun reiknings í bókunarvél mótttakenda

Styrktaraðili: 
 • Advania
Samþykkt: 
 • 6.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21106


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rafræn beiðnabók - lokaskýrsla.pdf2.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna