is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2111

Titill: 
 • A comparison of race parameters in Icelandic swimmers with and without intellectual disabilities
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • A systematic relationship between intellectual disability (ID) and reduced motor skill has not been shown. Athletes with ID are therefore no longer allowed to participate in the Paralympics Competition. To examine the swimming movement of ID athletes, video race analysis data has been collected. In short course races, swimmers with ID, although experienced, were more likely to use a deviating race speed pattern than other non-ID populations. This together with anecdotal evidence suggests that ID swimmers are not only poorer performers but also demonstrate more unstable performance. The purpose of this study was, therefore, to examine various aspects of race performance in ID athletes in a long course 200 m freestyle race and see how these changed within and between several races. This study included eight swimmers with ID and eight swimmers without Intellectual Disability (WID). All swimmers were videotaped from above water during 3 competitive races spread over 3 months. End result, clean swimming speed (CSS) (8x), turning and finishing speed, and stroke rate and length (8x) were measured and compared within and between races and between groups. Both groups had similar training backgrounds and competitive experiences, but the WID group performed relatively better as compared to population world records. ID swimmers showed a greater (p<0.05) between race variability in end result (3.11% +/- 0.89 vs. 1.75% +/-0.63) and in mid-pool swimming speed. There was however no significant difference between groups in the variation within the race in stroke length (p = 0.17) and no relationship between within race variation in stroke length and absolute swimming speed. Swimmers with ID, however, did exhibit a significantly greater within race fluctuation in stroke rate. This decreases slightly but unsystematically with decreased swimming speed in both groups. ID swimmers had relativity slower turns and showed more extreme values. On average ID swimmers did not start or finish slower in relation to overall race speed but extremely poor values were noted. In general ID swimmers showed less stable race patterns.

  Erfitt hefur verið að sýna fram á tengsl á milli skerts vitsmunaþroska og minnkaðrar hreyfifærni. Íþróttamenn með væga þroskahömlun hafa því ekki eins og mál standa í dag leyfi til að taka þátt í Ólympíumóti fatlaðra (Paralympics). Þessi rannsókn miðar að því að rannsaka hreyfifærni þroskahamlaðra (ÞH) sundmanna. Nákvæm keppnisgreining (race analysis) gerð með samstilltum videoupptökuvélum.
  Í 25 m brautarlengd voru ÞH sundmenn líklegir til að nota frábrugðið mynstur á keppnishraða miðað við ófatlaða sundmenn ásamt því að sveiflur á lokatíma voru meiri. Þetta, ásamt öðrum óstaðfestum vísbendingum, bendir til að ÞH sundmenn séu ekki aðeins hægari heldur líka óstöðugri í keppnisframmistöðu sinni.
  Tilgangur þessarar rannsóknar var að rannsaka ýmsar hliðar keppnisframmistöðu ÞH sundmann í 200 m skriðsundi sem fram fer í 50 m brautarlengd, og skoða hvernig þær breytast innan hverrar keppni svo og á milli þeirra. Sextán sundmenn tóku þátt í rannsókninni, 8 ÞH sundmenn og 8 sundmenn í samanburðarhóp. Allir sundmennirnir voru skoðaðir með videogreiningu á a.m.k þremur sundmótum á þriggja mánaða tímabili. Breytingar á lokatíma, sundhraða, takatíðni, takalengd, snúningstíma, byrjunartíma og lokahraða voru skoðaðar innan hverrar keppni og á milli móta og bornar saman á milli hópanna.
  Báðir hóparnir höfðu svipaðan æfinga- og keppnisbakgrunn, en samanburðarhópurinn var samt sem áður betri bæði í beinum samanburði og einnig í samanburði við heimsmetin í viðkomandi flokki. ÞH sundmennirnir höfðu meiri mun á milli hraðasta og hægasta lokatíma (3.11% +/- 0.89 vs. 1.75% +/-0.63) og einnig í sundhraða og í þessum breytum var samspil (interaction) á milli móta og hóps. Það var hins vegar ekki marktækur munur á milli hópanna innan hvers móts í breytileika á takalengd (p = 0.17) og engin tengsl á milli breytileika í takalengd og sundhraða. ÞH sundmenn höfðu samt marktækt meiri sveiflur í takatíðni innan hvers móts. ÞH sundmenn voru hlutfallslega lengur að snúa við, en sýndu ekki marktækt meiri sveiflur í snúningunum. Að meðaltali voru ÞH sundmenn hlutfallslega ekki lengur að byrja eða með verri lokahraða en samanburðarhópurinn en útlagar voru algengari í ÞH hópnum. Almennt séð voru ÞH sundmennirnir óstöðugri en samanburðarhópurinn í keppnisframmistöðu sinni.

Athugasemdir: 
 • M.S. í íþrótta- og heilsufræði
Samþykkt: 
 • 31.3.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2111


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IngiThor_lokaritg.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna