is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21110

Titill: 
  • Er aldur afstæður? Fæðingardagsáhrif íslenskra landsliðsmanna í handknattleik
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á fæðingardagsáhrifum í gegnum tíðina en þær hafa flestar verið erlendar. Innlendar rannsóknir hafa verið minna áberandi í gegnum tíðina en erlendar rannsóknir og þá sérstaklega í félagsfræði. Fyrri rannsóknir á fæðingardagsáhrifum sýna að fæðingardagur hefur áhrif á frammistöðu einstaklinga meðal annars í námi og íþróttum. Allt að eins árs þroskamunur getur myndast á milli einstaklinga í sama árgangi þar sem skiptidagurinn (e. cut-off date) er 1.janúar-31.desember. Fæðingardagsáhrif eru mismunandi sterk á milli íþróttagreina ásamt því að vera ólík á milli kynja, en fæðingardagsáhrif eyðast fyrr út hjá konum en körlum vegna þess að konur taka út þroska sinn fyrr en karlar. Í þessu lokaverkefni til BA-gráðu í félagsfræði er farið yfir fæðingardagsáhrif hjá íslenskum landsliðsmönnum í handknattleik á árunum 2008-2015. Fyrri rannsóknir voru fjölbreyttar um handknattleik en sumar sýndu greinileg fæðingardagsáhrif hjá yngri og A-landsliðum á meðan aðrar sýndu engin tengsl þar á milli. Niðurstöður rannsóknar BA verkefnisins sýndu að fæðingardagsáhrif voru greinileg á milli kynja en þegar niðurstöður voru skoðaðar nánar kom í ljós að einstaka landslið sýndu sterkari tengsl en önnur þar sem að konur voru með sterkari og greinilegri fæðingardagsáhrif en karlar. Það er mikilvægt að skoða félagsfræðilega þætti eins og menningu, félagmótun og hugsunarhátt samfélagsins í tengslum við fæðingardagsáhrif en í BA verkefninu kemur í ljós að sigur sem er mikilvægt gildi í menningu samfélagsins yfirfærist á íþróttir. Niðurstöður rannsóknar BA verkefnisins styðja þessar alhæfingar fyrir íslensk kvennalandslið, en ekki fyrir íslensk karlalandslið. Því er hægt að velta því fyrir sér hvort um séríslenskt fyrirbæri sé um að ræða.

Samþykkt: 
  • 6.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21110


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er aldur afstæður?Fæðingardagsáhrif íslenskra landsliðsmanna í handknattleik.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna