is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21112

Titill: 
  • Forsenda forsjársviptingar í barnaverndarmálum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Samkvæmt íslenskum lögum á barn rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar og umönnunar. Þessara réttinda og annarra skal barn njóta í samræmi við aldur og þroska án mismununar af nokkru tagi til 18 ára aldurs. Forsjárskylda foreldra er sterk og ber í sér ábyrgð og skyldu. Ekki eru allir foreldrar færir um að sinna uppeldishlutverki sínu og börn geta búið við vanrækslu og/eða ofbeldi af einhverju tagi. Vistfræðikenningar horfa til þátta sem hafa áhrif á hæfni foreldra til umönnunar barns eins og einstaklings-, félagslegir-, menningarlegir- og fjölskylduþættir. Tengslakenningar horfa til þess tilfinningalega sambands sem myndast milli umönnunaraðila og barns. Ef tengslamyndun er ábótavant á barn á meiri hættu á að verða fyrir vanrækslu og/eða ofbeldi.
    Barnaverndarnefnd á Íslandi hefur skilgreint hlutverk í barnaverndarlögum. Hlutverk barnaverndarnefnda er að hafa eftirlit með aðbúnaði, hátterni og uppeldisskilyrðum barna. Beita skal úrræðum til að tryggja hagsmuni og velferð barna og veita aðstoð sem þörf er á. Þegar stuðningur og úrræði barnaverndarnefndar duga ekki til að skapa barni öruggar og þroskavænlegar uppeldisaðstæður geta barnaverndaryfirvöld krafist forsjársviptingar fyrir dómi. Við skoðun á forsjársviptingardómum á Íslandi frá árunum 2008 til 2013 má sjá að helstu ástæður þess að foreldrar eru sviptir forsjá barna sinna hér á landi eru vanræksla og/eða ofbeldi gegn barni. Helmingur þeirra foreldra er dómarnir varða glíma við geðrænan vanda og tæplega helmingur foreldra eiga við fíkniefnavanda að stríða og/eða eru greindarskertir.

Samþykkt: 
  • 6.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21112


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsenda forsjársviptingar í barnaverndarmálum.pdf676.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna