is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21118

Titill: 
  • Að læra að vera Íslendingur: Hlutverk trúarbragða í mótun þjóðarsamsemdar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er þjóðarsamsemd og hvernig hún skapast gjarnan í samtali við ríkjandi trúarbrögð. Trúarbrögð hafa lengi vel verið miðpunktur innan mannfræðinnar og endurspeglast mikilvægi þeirra í áhrifum á undirliggjandi samfélagsgerð. Ritúöl og tákn spila þar hlutverk og hér er athyglinni beint að því hvernig tákn eru mikilvæg miðlunartæki innan menningar. Sú umræða er svo sett í samhengi við ríkjandi þjóðartákn Íslendinga og hvernig þau viðhalda tengingu við trúarleg gildi. Íslendingar hafa opinbera þjóðkirkju og er saga Íslands talin byggja á kristilegum grunni. Þrátt fyrir vaxandi fjölmenningu og breytt viðhorf virðist trúin þó ekki vera á undanhaldi. Greina má samt ákveðna hugarfarsbreytingu en jafnframt spilar trúin enn stóran þátt í því að móta íslenska menningu. Hið gagnkvæma samband ríkis og kirkju er hér rakið og sýnt er fram á hvaða hlutverk það spilar í mótun þjóðarsamsemdar. Greint er frá togstreitu á milli trúarlegra og veraldlegra viðhorfa sem verður sett í samhengi við umræðu um kirkjuheimsóknir skólabarna á jólum. Ummæli biskups Íslands, Agnesar M. Sigurðardóttur varðandi þessar heimsóknir, eru skoðuð í samhengi við íslenska þjóðarsamsemdar. Út frá því verður ályktað hvað felst í því að læra að vera Íslendingur og hvernig sú staða eða vitund mótast í samhengi við ríkjandi trúarbrögð.

Samþykkt: 
  • 6.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21118


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Emma Ævarsdóttir.pdf781.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna