is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21119

Titill: 
  • Bók verður ekki rafmagnslaus. Kostir bóklesturs í samanburði við aðra upplýsingamiðla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari verður fjallað um hina prentuðu bók og hlutverk hennar í lífi manna. Bornar verða saman bækur og aðrir upplýsingamiðlar sem hafa komið til sögunnar á seinni tímum. Nú til dags þarf ekki að fara á bókasöfn til að afla sér upplýsinga heldur er einfaldlega hægt að taka upp snjallsímann og leita upplýsinga á netinu.
    Bóklestur breytti á sínum tíma samfélagi manna ekki síst í gegnum áhrifin sem hann hefur á mannsheilann. Bókin festi sig í sessi og var ríkjandi sem upplýsingamiðill og upplýsingageymsla í þó nokkrar aldir. Það var ekki fyrr en á 20. öldinni sem fleiri tegundir af upplýsingamiðlum, fyrst kvikmyndagerð, síðan sjónvarpið og internetið, voru fundnar upp og bókin fékk harða keppinauta. Sögur sem á bókaöldinni lifnuðu eingöngu við í huga lesandans hafa núna öðlast líf á sjónvarps- og bíóskjám. Telja má að í dag séu nýju miðlarnir jafnvel vinsælli en bókin meðal ákveðinna hópa.
    Hefur bókin kannski skilað sínu og runnið sitt skeið á enda eða hefur hefðbundinn lestur einhverja dýrmæta kosti sem nýju miðlarnir hafa ekki upp á að bjóða? Hefur bókin ennþá eitthvert gildi í nútímasamfélaginu eða geta nýju miðlarnir tekið við hlutverki hennar auk þess sem þeir opna ýmsa nýja möguleika?

Samþykkt: 
  • 6.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21119


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kirsti_Villard 1207885319_BA.-ritgerd.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna