is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2112

Titill: 
 • Þróun námskrár í símenntun fólks með alvarlega boðskiptahömlun : í ljósi nýrra hugmynda í fötlunarfræðum, námskrárfræðum og fullorðinsfræðslu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta fjallar um umbætur í námskrárgerð fyrir fullorðna nemendur með alvarlega boðskiptahömlun. Leitast er við að svara spurningunni Hvernig getur framsækin námskrárgerð stuðlað að því að tilgangur með námi fullorðinna námsmanna með alvarlega boðskiptahömlun verði sýnilegri? Til að svara þessari spurningu er sótt í meginhugmyndir framsækinna námskrárfræða, fötlunarfræða og fræða um fullorðinsfræðslu. Tilgangur verksins er að efla þróun námskrár í fullorðinsfræðslu fyrir fólk með alvarlega boðskiptahömlun þannig að hún upplýsi betur um tilgang með náminu. Um leið endurspegli hún helstu áherslur í jafnréttisbaráttu fatlaðra og taki mið af því að nemendur eru fullorðið fólk. Leitast er við að skýra fræðilega umfjöllun með hagnýtum dæmum úr námi fólks með alvarlega boðskiptahömlun hjá Fjölmennt og fyrirrennara hennar Fullorðinsfræðslu fatlaðra.
  Niðurstöður verkefnisins eru þær helstar að markviss viðleitni til þess að gera stærri hluta duldu námskrárinnar sýnilegan og varpa ljósi á tengsl umhverfis og fötlunar skipti máli fyrir valdeflingu nemenda. Kenningar um önnur þekkingarsvið en hin rökrænu; fjölgreind, vitund um tilfinningar, skoðanir og hugsanir, og vitund um að geta deilt þeim með öðrum gefa tilefni til að skilgreina þekkingu og færni á nýjum sviðum. Þær gefa einnig færi á að endurskoða hvað sé námsárangur og hvernig gera megi boðskipti og valdeflingu að markvissum þáttum í námi fullorðins fólks með alvarlega boðskiptahömlun í þeim tilgangi að stuðla að sterkari sjálfsmynd. Einnig eru færð rök fyrir því að notkun óhefðbundinna markmiða samfara markvissu námsmati leiði til markvissara náms þegar viðfangsefni eru flókin og árangur ekki með öllu fyrirsjáalegur, en það á meðal annars við um boðskipti, valdeflingu og sjálfsvitund.

  This study is concerned with improvements in curriculum development for adult students with severe communication difficulties. An attempt is made to answer the question, How can progressive curriculum development help to make the purpose of the education of adult students with severe communication difficulties more apparent? To answer this question, reference is made to the principal ideas of progressive curriculum studies, disability studies and adult-education studies. The object of the work is to further the development of a curriculum of adult education for people with severe communication difficulties so that it may give people better information on the purpose of studying, whilst both reflecting the main points of emphasis in the struggle for equality for disabled people and taking as its frame of reference the fact that the students are adults. An attempt is made to connect the scholarly discussion to practical examples from the studies of people with severe communication difficulties at the Fjölmennt centre and its precursor, Fullorðinsfræðsla fatlaðra.
  The foremost conclusion of the study is that efforts to make a bigger part of the hidden curriculum visible and to throw some light on the connection between environment and disability are important for the empowerment of students. Theories of transformative learning; about realms of knowledge other than that of logic—multiple intelligences, the awareness of feelings, opinions and thoughts, and awareness as to how to share them with others (meta–awareness)—give cause to define knowledge and capability in new areas. They also provide an opportunity to reconsider what educational achievement is and how to turn communication, stronger self-image and empowerment into meaningful components in the studies of adults with severe communication difficulties. The argument is also made that the application of alternative objectives together with targeted assessment leads to more targeted study when the subjects are complicated and success is not entirely predictable—which, among other things, applies to communication, empowerment and self-awareness.

Athugasemdir: 
 • M.Ed. í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á sérkennslufræði
Samþykkt: 
 • 1.4.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2112


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnaSoffiaOsk_lokaverk.pdf855.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna