is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21125

Titill: 
  • Viðskiptavild. Hvað er viðskiptavild?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Vægi viðskiptavildar í ársreikningum fór vaxandi í kringum aldamótin 2000. Mikilvægt er að átta sig á því hvert raunverulegt eðli hennar og tilgangur er. Eftir bankahrunið á Íslandi 2008 kom í ljós að viðskiptavild hafði verið ofmetin. Þannig voru fyrirtækin með meira eigið fé, og meiri líkur á að laða að fjárfesta eða fá lánsfé. Mikilvægt er að komið verði í veg fyrir misnotkun á viðskiptavild og almennur skilningur verði á henni. Í þessari ritgerð verður farið yfir helstu álitamál viðskiptavildar og gerður samanburður á viðskiptavild fyrirtækja sem skráð voru í kauphöll á árunum 2003, 2007 og 2013. Aðallega er lögð áhersla á þróun viðskiptavildar sem hlutfalls af eignum og eigin fé. Athugunin leiddi í ljós að mörg fyrirtæki urðu gjaldþrota eftir efnahagshrunið 2008 og því einungis sex af þeim fyrirtækjum, sem voru skráð á markað fyrir 2008 ennþá, skráð. Einnig kom í ljós að fyrir hrun voru fyrirtæki að byggja upp viðskiptavild, sem reyndist svo engin innistæða fyrir þegar fjármagnið hvarf og reyndi á eigið féð. Við þennan samanburð voru helstu niðurstöður þær að hlutfallið milli fyrirtækja, sem höfðu hækkað viðskiptavildina, var jafnt þeim sem höfðu lækkað hana. Þau dæmi, þar sem viðskiptavildin hækkaði, voru skoðuð og reyndist þar í öllum tilfellum skýring á.

Samþykkt: 
  • 6.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21125


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eyddis_Sunadottir_BS.pdf638.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna