Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21130
Internetið hefur veitt notendum sínum nær ótakmarkað aðgengi að upplýsingum. Með tilkomu vefs 2.0, þegar samfélagsmiðlar ruddu sér til rúms, breyttist netið þannig að notendur meðtóku ekki einungis upplýsingar, heldur fóru einnig að framleiða þær. Facebook er vinsælastur samfélagsmiðla og mikill meirihluti Íslendinga notar miðilinn. Íslenskir fréttamiðlar nýta sér hann til að koma efni sínu á framfæri. Þeir deila þó yfirleitt ekki öllum þeim fréttum sem birtar eru á þeirra eigin vefsíðum, en hverju deila þeir þá? Reynt er að svara því í þessari rannsókn. Notast er við kenningar um vald og dagskráráhrif fjölmiðla og reynt að komast að því hvort fréttamiðlar deili mikilvægum fréttum á Facebook eða hvort það sé frekar vettvangur fyrir áhugaverðar og skemmtilegar fréttir.
Fimm fréttamiðlar eru viðfangsefni rannsóknarinnar, Vísir.is, Mbl.is, Fréttastofa RÚV, Kjarninn og Nútíminn. Niðurstaða rannsóknarinnar er að dagskrárvald fréttamiðla er minna á samfélagsmiðlum en í hefðbundnum fréttamiðlum. Þeir geta ekki stýrt því hvaða fréttir verða sýnilegar heldur byggist það á reikniaðferðum Facebook og því hversu vinsæl fréttin er hjá fylgjendum síðunnar. Þær fréttir sem fá mikil viðbrögð, læk, deilingar og athugasemdir verða mest áberandi á Facebook. Stærstu fréttir dagsins eru ekki endilega þær sem eru mest áberandi á samfélagsmiðlinum.
The internet is a nearly limitless source of information for its users. With the emergence of Web 2.0 and social media internet users can not only access information online, they can also generate it. Facebook is the most popular social medium and a majority of Icelanders uses it. It’s not only used by individuals as corporations and media companies are also connected, using fan pages where they can post links. Icelandic media are among those, and use the medium to share its news with their readers. They don‘t share everything they publish on their websites, but what exactly do they share? This research tries to shine a light on that. Theories on power and agenda-setting are used to try and find out if newsrooms share important news on Facebook or if they rather share something that people might find interesting.
Five onlie media outlets were the subject of this research, Vísir.is, Mbl.is, Fréttastofa RÚV, Kjarninn and Nútíminn. The conclusion of the research is that media don‘t have the power to set the agenda on social platforms the same way they do in traditional media. They can‘t control which news stories are most prominent on Facebook. That is based on Facebook‘s algorithm and the popularity of the post. The stories that get the most engagement get the widest distribution. The biggest stories of the day aren‘t necessarily the most prominent ones on Facebook.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA-ritgerð-Hrefna-Rós-Matthíasdóttir.pdf | 1.78 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Grein1 Facebook stýrir því hvað birtist í fréttaveitunni þinni.pdf | 338.58 kB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
Grein2 Skaðleg læk smellubæja seld á netinu.pdf | 461.99 kB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
Grein3 Læka-deila-kvitta-Íslenska-leiðin-við-að-safna-fylgjendum-á-Facebook.pdf | 336.29 kB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna |