is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21137

Titill: 
  • Aðgát skal höfð í nærveru sálar : upphaf og afleiðingar meðvirkni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. prófs í grunnskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, haustmisseri 2014. Ritgerðin fjallar um vanvirka foreldra; þ.e foreldra sem ekki eru hæfir til þess að veita barni það sem það þarfnast líkt og ást, umhyggju og öryggi en einnig fjallar hún um meðvirkni, upphaf hennar og afleiðingar. Meðvirkni er margumdeilt hugtak, það er sjúklegt háttalag sem getur verið smitandi og haft gríðarleg áhrif á heilsu og andlegan þroska barna og mikilvægi tilfinninga þeirra. Börn sem alast upp við meðvirkar heimilisaðstæður taka það mynstur sem þau hafa lært með sér út í lífið, ef ekkert er að gert, og færa yfir á eigin sambönd, hvort sem um er að ræða í tengslum við fjölskyldu, vini og/eða maka, og ala einnig eigin börn upp í svipuðum aðstæðum og þau sjálf ólust upp við. Í upphafi ritgerðar er fjallað um uppruna og einkenni meðvirkni og skilgreiningar og kenningar hugtaksins eru skoðaðar sem og það hvernig og af hverju háttarlagið myndast í æsku. Út frá kenningum fræðimanna á borð við Abraham Maslow og Erik H.Erikson verður skoðað hvernig einstaklingur í meðvirkum fjölskyldum þróar með sér ákveðin hlutverk og hvernig háttarlagið erfist á milli kynslóða. Litið verður á þekktar uppeldisaðferðir hins virta fræðimanns Diana Baumrind til þess að varpa betur ljósi á hvers konar heimilisaðstæður og uppeldi þykir eðlilegt og eins hversu mikilvægt er að huga að líðan og tilfinningalífi barna í uppvexti. Ef gætt er að ákveðnum þáttum í uppeldi eins og því að börn fái jákvæða hvatningu, stöðugleika, sjálfsstyrkingu og alist upp við opin tjáskipti svo dæmi séu tekin, eru meiri líkur á að þeim farnist vel í lífinu og að þau móti sterka og heilbrigða sjálfsmynd. Að lokum er skoðað hvernig skólakerfið geti bætt skort á tilfinningahæfni nemenda með því að auka þekkingu, fræðslu og stuðning.

Samþykkt: 
  • 6.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21137


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gréta_janlokaloka2.pdf765.56 kBLokaður til...11.01.2035PDF

Athugsemd: Vil hafa ritgerðina lokaða til ársins 2050 en tekst það ekki einhverra hluta vegna. Má ekki klikka.