en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/21143

Title: 
  • Title is in Icelandic Geta einfaldar lífsstílsbreytingar bætt lífsgæði fólks með geðhvarfasýki?
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð verður skoðað hvort breytingar á lífsstíl geti haft jákvæð áhrif á fólk með geðhvarfasýki. Það verður fjallað almennt um geðröskunina geðhvarfasýki og sagt frá helstu einkennum hennar. Fjallað verður um það hvers vegna vert er að skoða aðrar leiðir en lyfjagjöf til þess að lina einkenni geðhvarfasjúkra. Skoðaðar verða rannsóknir á áhrifum þess að bæta næringu, hreyfingu og andlegri iðkun við lífsstíl fólks með geðhvarfasýki. Einnig verða könnuð áhrif þess að taka út eða minnka tóbaks-, áfengis- og kannabisnotkun þeirra. Notast var við erlendar gagnaveitur til þess að finna nýlegar ritrýndar rannsóknir um efnið til þess að fá sem nákvæmustu niðurstöður. Það kom í ljós að það hefur mælanleg áhrif á líðan og einkenni fólks með geðhvarfasýki að breyta lífsstíl sínum. Sér í lagi sýna rannsóknir að það að passa upp á rétta næringu skiptir miklu máli. Þetta eru merkilegar niðurstöður þegar skoðaðar eru þær aukaverkanir sem lyfjameðferð getur haft, sem geta gert sjúklinga fráhverfa lyfjunum. Breytingar á lífsstíl eru ódýrari fyrir samfélagið, mildari fyrir sjúklinginn og geta verið frábærar fyrir alhliða heilsu fólks. Þær geta verið hentugar sem viðbót við hefðbundna lyfjameðferð og sem fyrsta meðferð fyrir börn sem eru í greiningarferli eða sýna hegðunarfrávik.

Accepted: 
  • May 6, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21143


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA -pdf.pdf761,51 kBOpenHeildartextiPDFView/Open