is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21147

Titill: 
  • Hvað er þetta „ég“ sem ég er? Samanburður á kenningum Derek Parfit og Eric T. Olson um persónusamsemd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð skoða ég nokkur möguleg svör við spurningum um persónusamsemd. Það eru spurningar sem velta því fyrir sér hvað gerir mig að mér og hvernig, eða hvort, það helst í gegnum tíma. Ég mun byrja á því að fara í gegnum helstu hugtök og grunnhugmyndir varðandi persónusamsemd til að skapa ákveðin grundvöll fyrir umræðu. Svo mun ég einbeita mér að tveimur kenningum sem mér finnst áhugaverðar og rýna í þær og skoða kosti og galla þeirra. Þetta eru kenningar Derek Parfit og Eric T. Olson. Kenning Parfit leggur áherslu á sálræna þætti þegar kemur að persónusamsemd. Hann telur að þeir séu grundvallar atriði í varðveislu persóna. Olson einbeitir sér hins vegar að líkamlegum og líffræðilegum þáttum og setur fram kenningu sem hann kallar dýreðlishyggja (e. animalism) sem heldur því fram að við séum í grunvallaratriðum dýr. Í lokin mun ég svo gera samanburð á þessum kenningum Parfit og Olson og athuga hvort þær samrýmist hvor annari að einhverju leiti og skoða hvar þá greinir á. Einnig mun ég setja fram mitt mat á hugmyndum þeirra og gera tilraun til að leggja grunn að mögulegri kenningu sem sameinar þætti úr báðum þessum kenningum.

Samþykkt: 
  • 7.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21147


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA. Jan Martin Jónassin pdf.pdf485,23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna