Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21149
Þessi ritgerð er lokaverkefni höfundar til BA gráðu í félagsfræði við Háskóla Íslands. Leitast var við að skoða áhrif og mikilvægi félagslegs stuðnings fyrir einstæðar mæður sem eru 25 ára eða yngri. Einnig var sviðsljósinu beint að svokölluðum mömmuhópum sem viðgangast á samfélagsmiðlinum Facebook og hvaða gildi slíkir hópar hafa fyrir sama markhóp. Til þess að fá dýpri skilning á málefninu var framkvæmd eigindleg rannsókn þar sem fimm opin hálfstöðluð viðtöl voru tekin ásamt kenningalegri umfjöllun til rökstuðnings. Helstu niðurstöður sem litu dagsins ljós voru þær að félagslegur stuðningur er ungum einstæðum mæðrum mjög mikilvægur og kemur hann einna helst frá foreldrum, en stuðningur og öryggi frá mömmuhópunum hafði einnig þónokkuð gildi fyrir ungu mæðurnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ReginaBAritgerd_pdf.pdf | 426,04 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |