is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21152

Titill: 
  • Hvatar gesta Iceland Airwaves 2014
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknir á hvötum eru mjög mikilvægar fyrir skipuleggjendur hátíða og markaðs-setningu þeirra. Með því að þekkja hvata gesta þá er mögulegt að bæta hátíðir á milli ára, auka ánægju gesta og höfða til þeirra á nákvæmari og skilvirkari hátt. Með góðri stjórnun og markaðssetningu hátíða er mögulegt að skapa jákvæða ímynd af því svæði sem hátíðin er haldin á, auka uppbyggingu þess svæðis, skapa störf og stjórna ferðamannastraumi að einhverju leiti.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða hvatar lágu að baki komu íslenskra og erlendra gesta á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves árið 2014. Hátíðin hefur stækkað gríðarlega á milli ára og hjálpað við að kynna Reykjavík sem spennandi stað til að heimsækja utan háannatíma. Rannsakandi safnaði netföngum hjá gestum á hátíðinni sjálfri og sendi síðan könnun á þau í formi spurningalista.
    Helstu niðurstöður sýna að þeir þættir sem hvöttu gesti mest tengdust hátíðinni beint til dæmis góð tónlist, stemmning og það hversu einstök og spennandi hátíðin þykir. Erlendir gestir hvöttust mikið af landinu sjálfu, menningu þess og nýrri upplifun. Íslenskir gestir hins vegar hvöttust meira af samfélagslegum ástæðum. Niðurstöður þessarar rannsóknar geta nýst markaðsfólki Iceland Airwaves til að aðlaga markaðssetningu hátíðarinnar bæði á Íslandi og erlendis.

Samþykkt: 
  • 7.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21152


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS Paulina Bednarek.pdf883.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna