is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21153

Titill: 
  • Eru marktæk tengsl milli frammistöðusamtals og starfsánægju? Áhrifaþættir starfsánægju og frammistöðu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að kanna hvort frammistöðusamtal hafi jákvæð áhrif á starfsánægju hjá fyrirtækinu Símanum hf. Fyrirtækið var stofnað árið 1906 og hefur starfsemin verið í stöðugri þróun frá þeim degi, hvort sem litið er til þjónustu, vöruúrvals, fjarskipta- eða mannauðsmála.
    Vinnustaðagreining var lögð fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins í febrúar 2015 og voru starfsmenn spurðir út í starfsánægju. Einnig voru starfsmenn spurðir út í hvort þeir höfðu áður farið í frammistöðusamtal. Þeir sem fóru í frammistöðusamtal voru því næst spurðir hversu ánægðir þeir voru með frammistöðusamtalið og hversu gagnlegt það hafi verið. Capacent lagði spurningar fyrir starfsmenn, niðurstöður spurninganna eru trúnaðarmál og ekki hægt að rekja til einstakra þátttakenda. Flest allar spurningar eru á fimm punkta Likertkvarða og eru niðurstöður spurninga sýndar niður á svið og svo deildir. Niðurstöðum er því næst raðað í þrjú bil, styrkleika-, starfhæft- og aðgerðarbil, en þessi bil segja til um hver staðan er í dag. Niðurstöðurnar gefa þannig vísbendingu um það sem vel er gert og hvað má betur fara.
    Niðurstöður vinnustaðagreiningar gáfu til kynna að ekki eru marktæk tengsl á milli frammistöðusamtals og starfsánægju. Heldur sýndu niðurstöður að gagnleg endurgjöf ásamt því að veita hrós og viðurkenningu í starfi hafi að öllum líkindum mestu áhrif á starfsánægju starfsmanna. Þegar bornar eru saman niðurstöður vinnustaðagreiningar síðastliðinna fimm ára gefa þær til kynna sömu niðurstöðu.

Samþykkt: 
  • 7.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21153


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eru marktæk tengsl milli frammistöðusamtals og starfsánægju Árelía 01.05.15.pdf1.7 MBLokaður til...01.01.2045HeildartextiPDF