is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21162

Titill: 
  • Hugarfar atvinnumannsins: Rannsókn um áhugahvöt, stjórnunarstíl og umgjörð íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu
  • Titill er á ensku Mental Attitude of the Professional Athlete: Research into the motivation, leadership style and framework around the Icelandic men’s national football team
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sú spurning hefur skotið upp kollinum afhverju afreksíþróttafólk nær eins langt og vera ber. Hvað liggur að baki áhugahvöt þeirra?
    Umfjöllun varðandi karlalandslið Íslands í knattspyrnu hefur verið mikil á undanförnum misserum. Liðið hefur náð framúrskarandi árangri og miklar breytingar hafa átt sér stað varðandi sterka liðsheild og stjórnun liðsins. Þessu velta innlendir og erlendir fjölmiðlar fyrir sér.
    Markmið ritgerðarinnar „Hugarfar atvinnumannsins: Rannsókn um áhugahvöt, stjórnunarstíl og umgjörð íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu“ er að skýra áhugahvöt leikmanna og þá þætti sem stuðla að árangri. Áhersla er lögð á að skoða hvar hvatningin liggur og hvernig stjórnunarstíll þjálfara og umgjörð liðsins endurspeglar árangur. Rannsóknarspurningarnar eru tvennskonar. Í fyrsta lagi er spurt hvar áhugahvöt leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu liggur. Í öðru lagi er leitað svara við því hvernig stjórnunarstíll þjálfara og umgjörð hefur áhrif á árangur landsliðsins.
    Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt við gagnaöflun. Tekið var mið af fyrirbærafræði í þeim tilgangi að skýra betur frá upplifun og hugarheimi viðmælenda. Alls voru tekin níu viðtöl. Átta viðtöl við leikmenn landsliðsins og eitt viðtal við þjálfara.
    Helstu niðurstöður veita sterkar vísbendingar um að áhugahvöt leikmanna liggi einna helst í hugarfarinu. Enn fremur má álykta sem svo að stjórnunarstíll hafi áhrif á árangur liðs þar sem mikið ber á skýrri stefnu og sýn. Umgjörðin þarf að vera fagmannleg og stuðla að því að leikmenn geti nýtt hæfileika sína sem best.
    Rannsóknin er mikilvæg íslenskri knattspyrnu. Hún er mikilvæg öllum þeim sem koma að uppbyggingu íþróttamála hér á landi og ekki síst þeim sem hafa áhuga á knattspyrnu. Rannsóknin veitir innsýn í hugarheim leikmanna landsliðsins og hvernig stjórnunarstíll þjálfara og umgjörð liðs geta haft áhrif á árangur.

  • Útdráttur er á ensku

    A frequently raised question is why professional athletes are so successful. What is behind their motivation to succeed?
    The coverage of the success of the Icelandic men’s national football team has been extensive. The team has been very successful of late, so much so, that both local and foreign media are discussing the results which demonstrate an increased unity and stronger leadership style.
    The purpose of this dissertation “Mental Attitude of the Professional Athlete: Research into the motivation, leadership style and framework around the Icelandic men’s national football team” is to explain the players’ motivation and the points which contribute to their success.
    The focus is on identifying where the motivation lies, how the leadership style of the coach and the framework around the team reflects in the team’s results. The research questions cover two areas; firstly, what motivates the players and secondly, how the leadership style and the framework around the team impact the team’s results. A qualitative research based on phenomenology were used. In all, there were nine interviews conducted, eight with players and one with the coach of the national team.
    The results provide a strong indicator that the key to the players’ motivation is their own mental attitude. It can also be concluded that leadership style is a strong influencer as the current leadership style demonstrates a very clear strategy and vision for the team. The framework and organization around the team must also be professional and encourage the players to utilize their talents to the best of their abilities.
    This research is important to Icelandic football as well as for organisers of other sports in Iceland. It provides an insight into the mental strength of the players as well how the coach’s leadership style and the framework around the national team can influence the results.

Samþykkt: 
  • 7.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21162


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
unh4-MSritgerð-haust2014_lokaskjal1.pdf1,24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna