is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21165

Titill: 
  • Erlendur hreimur. Áhrif móðurmálsins á framburð annarra tungumála
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í heiminum er fjöldi landa og þjóða sem eiga sína siði og venjur. Hluti af sjálfstæði þjóðar og einkenni er tungumál hennar. Við lærum móðurmál nánast ósjálfrátt á meðan við ölumst upp í málumhverfi. Móðurmálið verður hluti af sjálfsvitund einstaklingsins og myndar heild í samfélaginu sem notar málið. Þegar við lærum önnur tungumál komumst við ekki hjá því að byggja námið að einhverju leyti á þeirri þekkingu sem við höfum á móðurmálinu. Erlenda tungumálið fylgir öðrum reglum en móðurmálið í beygingu, setningafræði og hljóðafari og erfitt getur reynst að læra þær án þess að miða á einhvern hátt við reglur móðurmálsins. Þetta getur orðið til þess að það heyrist á framburði okkar að erlenda málið er ekki móðurmál okkar og við tölum málið með hreim af móðurmálinu. Hreimurinn getur haft áhrif á skilaboðin sem við viljum koma á framfæri og getur jafnvel valdið misskilningi.
    Í þessari ritgerð er útskýrt hvað felst í því að tala tungumál með erlendum hreim. Sagt er frá þeim þáttum sem geta haft áhrif á hreiminn, óháð því um hvaða tungumál er að ræða. Þá er skýrt frá þeim hljóð- og hljóðkerfisfræðilegu fyrirbærum sem einkenna hreim auk annarra málfræðilegra þátta sem geta haft áhrif á framburð á erlendum tungumálum. Fjallað er sérstaklega um íslenskan hreim og þau einkenni íslenska hljóðkerfisins sem birtast í framburði Íslendinga á erlendum tungumálum. Helstu hljóðkerfisreglur sem einkenna íslenska hljóðkerfið eru útskýrðar og tekin dæmi um það hvernig þær geta birst í framburði annarra tungumála. Að lokum er sagt frá þeim áhrifum sem hreimurinn getur haft á málið, hvort hann hafi áhrif á merkingu segða og hvort og hvernig hægt sé að draga úr hreim.

Samþykkt: 
  • 7.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21165


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erlendur hreimur_Hildur Hafsteinsdottir.pdf457.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna