Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21168
Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsfræði við Háskóla Íslands. Fjallað verður tilurð pönksins á áttunda áratugnum og skoðað í hvernig jarðvegi hugmyndafræði andófs og uppreisna verður til. Til skoðunar verður einnig hvort pönkarar hafi verið í uppreisn og þá fyrir hverju þeir hafi verið að berjast. Áhrif fjölmiðla í þessu sambandi er áhugavert og því verða hugmyndir viðraðar um hvort þeir hafi jafnvel átt sinn þátt í því að upphefja pönkarana sem annars hefðu getað verið álitnir vandræðaunglingar. Anarkismi verður útskýrður í stuttu máli og að sama skapi verða átakakenningar notaðar til að varpa ljósi á að félagslegur og pólitískur ójöfnuður geti haft áhrif á mótun ólíkra hópa samfélaga og orðið þess valdandi að bylting verði óhjákvæmileg. Eins verða stimplunarkenningar og kenningar um frávik notaðar til hliðsjónar til að fá skýrari mynd af pönkurunum sjálfum og hvað það var sem efldi þá stöðugt í uppreisn gegn ríkjandi öflum. Lögð verður áhersla á að skoða sögu pönksins í New York og London en það eru þær borgir sem eiga heiðurinn af því að pönkið varð til. Farið verður yfir söguágrip borganna tveggja með skírskotanir í pólitsískt ástand hvers tímabils fyrir sig. Sérstök áhersla verður þó lögð á sögu og þróun pönksins í London og hvernig hugmyndafræði anarkismans varð skýrari eftir því sem óánægja þegnanna jókst. Mismunandi bylgjur pönksins verða útskýrðar í því samhengi og þá helst hvaða hugmyndafræði einkenndi hverja bylgju fyrir sig.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
punk_ba.2.pdf | 547,59 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |