is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21173

Titill: 
  • „Móðskraf.“ Umræða um tísku, kvenfrelsi og nútímakonuna á Íslandi 1900-1920
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar er tíska og tengsl hennar við kvenfrelsi og tilurð nútímakonunnar á Íslandi 1900 til 1920. Skoðuð eru viðhorf til tísku í blöðum og tímaritum og þau sett í samhengi við samfélagsþróun tímabilsins. Við upphaf tuttugustu aldar urðu miklar breytingar á íslensku samfélagi sem höfðu meðal annars í för með sér umtalsverð áhrif á líf kvenna. Konur fengu meira frelsi og skipulögð kvenréttindabarátta hófst fyrir alvöru. Með tilkomu borgarastéttar, nýs iðnaðar og neyslusamfélags varð tískufatnaður vinsæll meðal íslenskra kvenna. Á fyrsta áratug tuttugustu aldar var Parísartískan að taka við af þjóðlegum fatnaði.
    Það gekk þó á ýmsu fyrstu tvo áratugi tuttugustu aldar og ýmislegt sem vann gegn íslensku nútímakonunni og erlendum tískustraumum. Þrátt fyrir að þetta hafi verið tímabil breytinga reyndu ýmsir að halda í hið gamla og þjóðlega samfélag. Þetta átti sérstaklega við um annan áratuginn en þá var mikið lagt upp úr endurreisn gamla heimilisiðnaðarins og að halda konum inni á heimilinu. Áhersla á konur sem táknmynd hins þjóðlega fól meðal annars í sér áherslu á hlutverk þeirra sem mæður og húsmæður en þar gegndi fatnaður mikilvægu hlutverki. Sá fatnaður var hins vegar þjóðlegur en ekki nýr tískufatnaður frá Evrópu. Nútímakona sem sóttist eftir menntun og frama var ekki talin þjóðleg eða kvenleg. Það sama átti við um konur sem eltust við tískuna.
    Þrátt fyrir andstreymi voru íslenskar konur komnar með nýjar hugmyndir um hvernig þær vildu haga lífi sínu. Á sama tíma og hugmyndir kvenna voru að breytast var tískan einnig að breytast. Tískan var að losna undan ýmsum fjötrum og verða frjálsari og nútímalegri. Konur gátu því notað tískuna sem tæki í baráttu kvenna fyrir auknum réttindum. Með breyttri tísku var tækifæri fyrir breytta konu að stíga fram.

Samþykkt: 
  • 7.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21173


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RITGERÐIN FINAL4.pdf592,14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna