is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21176

Titill: 
  • Titill er á óskilgreindu tungumáli Vestmannaeyjarbarnas norgesopphold 1973. Var det fornuftig å sende barn til et fremmed land like etter en traumatisk opplevelse?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þegar eldgosið á Heimaey hófst aðfararnótt 23. janúar 1973 og 5000 íbúar byggðalagsins voru fluttir á brott í skyndi, voru margir sem lögðu hönd á plóg og aðstoðuðu flóttamennina. Norðmenn sýndu hug sinn í verki og lögðu fram stóran hluta þess fjármagns sem erlend ríki lögðu fram til hjálpartarfsins í kjölfar náttúruhamfaranna. Norðmenn gerðu gott betur en að styðja íbúana fjárhagslega. Þeir buðu 1020 börnum frá Vestmannaeyjum til tveggja vikna sumardvalar í Noregi sumarið 1973. Ferðin var í upphafi hugsuð til þess að létta börnunum og foreldrunum lífið á erfiðum tímum. Ég mun í ritgerð þessari lýsa þeim aðstæðum sem upp komu gosnóttina sjálfa og lífinu í útlegðinni séð með augum barnsins. Markmiðið með því er að lýsa áhrifum atburðarins á líf íbúana, sérstaklega á börnin í kjölfar áfalls vegna náttúruhamfara. Megintilgangur ritgerðarinnar er þó að fjalla um ferð þessara rúmlega 900 barna sem þáðu ferðina til Noregs, undirbúning og framkvæmd ferðarinnar, ásamt því að skoða hana í ljósi kenninga hins virta norska sálfræðings Atle Dyregrov. Ég mun leitast við að svara spurningunni, hvort það hafi verið skynsamlegt að senda 7 til 15 ára gömul börn í ferðalag erlendis aðeins örfáum mánuðum eftir upplifun þeirra af náttúruhamförum. Í ferð þar sem börnin voru ýmist í sumarbúðum eða á norskum heimilum og fæst þeirra kunnu nokkuð í tungumálinu. Í því samhengi mun ég skoða kenningar Atle Dyregrov hvað sé það mikilvægasta sem foreldrar geta gefið börnum sínum eftir áfall í tengslum við náttúruhamfarir.
    Heimildir sem notast er við eru meðal annars úrklippur og blaðagreinar frá íslenskum og erlendum fjölmiðlum, gögn frá Rauða Krossi Íslands, Norsk Islandsk Samband og Héraðsskjalasafni Vestmannaeyja. Einnig heimildarþættir, munnlegar heimildir, eigin minningar og upplifanir frá eldgosinu og sumarferðinni til Noregs 1973.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21176


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Erlingsdóttir, BA ritgerð.pdf589.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna