Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/21180
Í þessari ritgerð er fjallað um naktar skuldatryggingar og áhrif þeirra á skilvirkni markaða.
Byrjað er á að skoða hvers konar fjármálagerningur skuldatryggingar eru og hver tilgangur þeirra sé. Því næst er skoðað hvers konar áhætta það er sem skuldatryggingum er ætlað að verja, hverjar orsakir þeirrar áhættu eru og hvernig skuldatryggingar gefa markaðsaðilum kleift að yfirfæra þessa áhættu til þriðja aðila. Lauslega er fjallað almennt um skuldatryggingar, hvernig þær virka, sögu þeirra og skoðanir ýmissa aðila á þeim.
Að því loknu er fjallað um naktar skuldatryggingar og bann Evrópusambandsins við þeim á ríkisskuldabréf Evrópusambandsríkja. Skoðaður er markaðurinn fyrir bannið, á því tímabili sem leið frá því að lögin voru samþykkt og þangað til að þau tóku gildi og loks eftir að bannið tók gildi. Í því sambandi eru skoðaðar vísitölur, viðskipti með skuldatryggingar á ríkisskuldabréf í löndum sem bannið tók til sem og í löndum sem bannið tók ekki til. Þróun á skuldatryggingaálagi ríkja sem bannið tók til er skoðað og hvaða áhrif bannið hafði á skuldatryggingaálag ríkjanna. Farið er yfir skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um bannið og niðurstöður þeirrar skýrslu ræddar.
Að lokum eru skoðuð siðferðisleg álitamál er varða naktar skuldatryggingar og markaðinn með þeim.
Þegar skoðuð eru áhrif banns Evrópusambandsins á nöktum skuldatryggingum og þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á því er fátt sem bendir til þess að naktar skuldatryggingar hafi neikvæð áhrif á skilvirkni markaða.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Naktar skuldatryggingar - Davíð Arnar Sigurðsson.pdf | 1,62 MB | Open | Heildartexti | View/Open |