is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21182

Titill: 
  • Hvalfjörður. Ímynd leiðarinnar um Hvalfjörð með tilliti til þjónustu og afþreyingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hvalfjarðargöng voru opnuð og tekin í notkun í júlí árið 1998 en fyrir þann tíma þurftu þeir sem fóru norður í land og þeir sem komu að norðan að fara veginn um Hvalfjörð, hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Val um annan kost voru daglegar áætlunarsiglingar á milli Reykjavíkur og Akraness, sem margir nýttu sér. Umferð um Hvalfjörð minnkaði til muna strax eftir opnun ganganna. Þessar breytingar höfðu mjög fljótlega áhrif á íbúa svæðisins með einum eða öðrum hætti, sérstaklega þá sem höfðu atvinnu af þjónustustörfum tengdum mikilli umferð um Hvalfjörðinn. Ekki er lengur nauðsynlegt að fara þennan sextíu kílómetra kafla sem vegurinn um Hvalfjörðinn er, heldur er valkostur að fara frekar um Hvalfjarðargöngin sem sparar ferðalöngum tíma.
    Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hver er ímynd vegarins um Hvalfjörð, með tilliti til þjónustu og afþreyingar á svæðinu. Ímynd er flókið hugtak og getur verið mismunandi í hugum einstaklinga. Þjónustuframboð á þessu svæði hefur breyst á undanförnum árum, úr því að vera eins konar hraðþjónusta við vegfarendur, í það að vera þjónusta tengd upplifunum og afþreyingu ýmis konar.
    Til þess að komast að því hver ímynd svæðisins er, var framkvæmd megindleg rannsókn og henni dreift á samskiptaforritinu Facebook. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að ímynd leiðarinnar um Hvalfjörð er jákvæð hvað varðar fullyrðingar sem settar voru fram varðandi einstaka náttúrufegurð, friðsæld og að Hvalfjörður væri útivistarparadís og falin perla. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu einnig í ljós að ímyndin væri neikvæð varðandi fullyrðingar í rannsókninni um framboð þjónustu þegar kemur að veitingum, sem og möguleikum til afþreyingar. Í ljós kom að fleiri þátttakendur í rannsókninni höfðu farið veginn um Hvalfjörð á síðustu tveimur árum en þeir sem ekki höfðu farið, sem gæti skekkt niðurstöður hennar. Rannsóknin getur engu að síður verið höfð til hliðsjónar og gefið vísbendingar um á hvaða þætti hagsmunaaðilar á svæðinu geta lagt áherslu á í markaðsstarfi sínu, standi hugur þeirra til þess að fá fleira fólk til að fara um svæðið og auka þannig umferð á leiðinni um Hvalfjöð.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21182


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvalfjörður .pdf2.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna