Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21190
Viðfangsefni ritgerðarinnar er árangursgreining verðbréfasjóða, sér í lagi verðbréfsjóðsins Stefnir Scandinavian Fund sem sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir hf. rekur með virkri eignastýringu. Árangursgreiningin felur í sér að bera ávöxtun sjóðsins saman við viðmiðunarvísitölu hans, MSCI Nordic countries sem endurspeglar markaðinn sem sjóðurinn fjárfestir á. Árangursgreiningin sundurgreinir umframávöxtun eftir áhrifaþáttunum tveimur, samsetningu (e. allocation) og vali (e. selection), það er samsetningu landa og atvinnugreina ásamt vali á hlutafélögum. Áhrifin hafa annað hvort jákvæð eða neikvæð áhrif á umframávöxtun sjóðsins í mismunandi hlutfalli eftir árangri.
Helstu niðurstöður eru þær að verðbréfasjóðurinn Stefnir – Scandinavian Fund náði 29,5% uppsafnaðri umframávöxtun á sex ára tímabili árin 2009 – 2014 samanborið við hlutlausu viðmiðunarvísitöluna, MSCI Nordic countries með því að taka aukna áhættu mælda með staðalfráviki ávöxtunar sem var að meðaltali 4% hærri en hjá viðmiðunarvísitölunni. Sharpe hlutfall sjóðsins var 34,5% hærra en hjá viðmiðunarvísitölunni sem þýðir aukna ávöxtun með tilliti til undirliggjandi áhættu, sem mæld er í flökti eða staðalfráviki ávöxtunar. Helstu niðurstöður árangursgreiningar sem gerð var yfir tveggja ára tímabil árin 2013 – 2014 voru að jákvæðu áhrifin á umframávöxtun sjóðsins voru tilkomin að miklu leyti vegna góðs árangurs í vali á einstökum hlutafélögum á meðan samsetning vogunar ákveðinna landa og atvinnugreina höfðu heildar neikvæð áhrif á umframávöxtun sjóðsins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Árangursgreining verðbréfasafna Stefnir - Scandinavian Fund.pdf | 2.23 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |