is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21196

Titill: 
  • Breytingastjórnun í kjölfar sameiningar Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla í einn skóla, Háaleitisskóla
  • Titill er á ensku Change management in the wake of a merger of Álftamýrarskóli and Hvassaleitisskóli into one elementary school, Háaleitisskóli
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Stefnumiðuð stjórnun í skipulagsheildum er mikilvæg í hröðu samfélagi nútímans. Við sameiningar og í því breytingaferli sem óhjákvæmilega verður í kjölfarið er skilvirk og markviss breytingastjórnun lykilatriði svo tilgangur og markmið með breytingum skili tilætluðum árangri.
    Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á þær aðferðir sem notaðar voru í breytingum þegar Álftamýrarskóli og Hvassaleitisskóli sameinuðust í einn skóla, Háaleitisskóla. Einnig var kannað hvernig breytingaferli skólans var háttað og framkvæmd þess. Fræðileg yfirlit var um breytingastjórnun, orsakir hennar, þörf fyrir stjórnun breytinga og viðbrögð og andstöðu starfsfólks við þær, vinnustaðamenningu og hvernig eigi að ná fram árangursríkum breytingum. Rannsóknir hafa sýnt að meðal annars er skýr framtíðarsýn mikilvægur áhrifaþáttur í árangursríkri innleiðingu breytinga.
    Eigindlegum aðferðum var beitt í þessari rannsókn og tekin viðtöl við átta starfsmenn Háaleitisskóla. Notaður var viðtalsrammi með hálfopnum spurningum og reynt að ná fram mati viðmælenda til að varpa ljósi á hvaða aðferðir voru notaðar og hvernig staðið var að breytingaferlinu og framkvæmd þess við innleiðingu breytinga. Síðan voru dregnar ályktanir af mati viðmælendanna og greiningu gagna og settar fram í niðurstöðum.
    Niðurstöður benda til þess að þær aðferðir sem notaðar voru í breytingum Háaleitisskóla vegna sameiningar skólanna tveggja eru í samræmi við margar kenningar og aðferðafræði breytingastjórnunar, einnig samræmast aðferðirnar breytingalíkani Kotters um átta þrep til árangursríkrar breytingastjórnunar. Framkvæmd breytingaferlisins gekk í heild ágætlega fyrir sig, en innleiðing breytinganna gekk betur fyrir sig í starfsstöðinni við Álftamýri heldur en í þeirri við Hvassaleiti. Þættir eins og markmið og framtíðarsýn hefðu mátt vera skýrari, upplýsingagjöf öflugri og endurgjöf til starfsmanna skólans markvissari sem og betri eftirfylgni með innleiðingu breytinganna.
    Helstu takmarkanir á rannsókninni voru þær að ályktanir út frá niðurstöðum hennar eru dregnar út frá sjónarhorni viðmælenda og ekki hægt að alhæfa út frá þeim þrátt fyrir að sterkar vísbendingar fáist um þann veruleika sem athugaður var.

  • Útdráttur er á ensku

    Strategic management in organizations is important in a fast present-day society. In mergers and in the change process that will inevitably follow, efficient and strategic change management is a keystone so the purpose and the goal of changes will entail desired results.
    The goal of this study was to describe the methods which were used in the changes when Álftamýri elementary school (Álftamýrarskóli) and Hvassaleiti elementary school (Hvassa-leitisskóli) merged into one school, Háaleiti elementary school (Háaleitisskóli). Also were reviewed how the change process was practised and the changes were implemented. Theoretical overview was of change management, its cause and the need of managing changes, reactions and resistance of the personnel to them, organizational culture and how to obtain successful changes. Studies have shown that, among other things, a clear vision is an important influence factor in successful implementation of the changes.
    Qualitative resarch methods were used in this study and eight employees of Háaleiti elementary school interviewed. An interview framework was used with semi-open questions and tried to obtain valuation of the interviewees to describe the method that were used and also how the change process was practised and the changes were implemented. Then implications were drawn from the valuation of the interviewees and the data analysis and presented in the results.
    The study indicates that the methods used in the changes of Háaleitisskóli elementary school caused of the merge of two schools are consistent with many theories and methodology of change management, also the methods are according to Kotter‘s eight steps change management model for successful changes. The practise of the change process worked overall well, but the implementation of the changes worked better in the working place in Álftamýri than in Hvassaleiti. Factors like goals and vision should have been clearer, information more efficient, feedback more effective to the personnel of the school and the implementation of the changes better followed up.
    The primary limits of the study were that the implications from its results are drawn from the perspective of the interviewees and can not be generalized from them despite of strong evidence obtained by the reality that was examined.

Athugasemdir: 
  • Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í 5 ár.
Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21196


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Breytingastjórnun_Háaleitisskóla_Sif_Cortes.pdf1,39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna