is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21197

Titill: 
  • Tómstundir eru allra meina bót : kvíði, þunglyndi og þátttaka í tómstundum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A.-gráðu í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin er byggð á fræðilegum heimildum og markmið höfundar er að varpa ljósi á mikilvægi tómstunda fyrir einstaklinga sem þjást af kvíða og/eða þunglyndi, ekki síst vegna þess að tíðni þunglyndis og kvíðaraskanna hefur aukist í samfélaginu. Fjallað verður um andlega líðan, lýst verður helstu einkennum og afleiðingum sem kvíði og þunglyndi hafa í för með sér, ásamt því að hugtakið tómstundir verður útskýrt og mikilvægi þess undirstrikað. Farið verður yfir helstu rannsóknir sem virðast flestar styðja þá hugmynd að virk þátttaka í tómstundastarfi og regluleg hreyfing hafi í för með sér aukið andlegt, líkamlegt og félagslegt hreysti sem leiðir af sér heilbrigðara líferni. Ásamt því að tómstundir eru góð forvörn gegn kvíða og þunglyndi, sem rennir stoðum undir þau rök að tómstundir séu í raun allra meina bót. Niðurstöðurnar og efni ritgerðarinnar getur gagnast tómstunda- og félagsmálafræðingum, sem og öðrum fagstéttum við að finna leiðir til að aðstoða þá sem heyja baráttu við þunglyndi og kvíða.
    Lykilhugtök: Kvíði, þunglyndi, tómstundir, tómstundamenntun, hreyfing, hamingja.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21197


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.Kolbrún.Ásta.pdf783,46 kBOpinnPDFSkoða/Opna