is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21198

Titill: 
  • Tónlist og einstaklingar : áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fræðimenn hafa í gegnum tíðina haft mismunandi hugmyndir um áhrif og gildi tónlistar. Margir af þeim hafa komið fram með sínar hugmyndir um tengsl tónlistar við tilfinningar, tilfinningatjáningu og stjórnun á hegðun einstaklinga. Nýlegar rannsóknir á áhrifum tónlistar hafa meðal annars fjallað um áhrif tónlistar á ákveðna hæfni einstaklinga eins og hæfni í stærðfræði, minni og rýmdarskynjun. Hafa niðurstöður rannsóknanna þó verið misjafnlega jákvæðar. Áhrif tónlistar virðast vera misjöfn eftir því hvort verið er að hlusta á tónlist eða iðka hana. Vísbendingar eru um það að tónlistaráheyrn hafi jákvæð áhrif á bæði heilsu flogaveikissjúklinga og rýmdarskynjun einstaklinga. Áhrif tónlistariðkunar á einstaklinga eru þó mun varanlegri því rannsóknir sýna að áhrif tónlistaráheyrnar vara ekki mikið lengur heldur en 10-15 mínútur. Tónlistariðkun, líkt og tónlistaráheyrn, er einnig talin hafa áhrif á rýmdarskynjun einstaklinga. Auk þess er hún talin hafa jákvæð áhrif á minni einstaklinga, hæfni þeirra í stærðfræði og geðheilsu. Markmið fræðimanna í rannsóknum sínum á áhrifum tónlistar eru misjöfn. Sumir aðhyllast áhrif tónlistar á ákveðna hæfni einstaklinga. Aðrir fræðimenn horfa frekar í átt til heilsu og vellíðunar einstaklinga og snúast rannsóknir þeirra þá um áhrif tónlistaáheyrnar eða tónlistariðkunar á geðheilsu einstaklinga.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21198


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tonlist og einstaklingar.pdf696.83 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna