Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21199
Greinargerð þessi ásamt námskeiðinu „Að vera vinur“ er 10 ECTS lokaverkefni til BA gráðu. Lokaverkefnið mitt er byggt á tveimur hlutum, annars vegar fullbúið sjö skipta námskeið og hins vegar greinargerð. Markmið mitt með þessu verkefni er hjálpa þeim sem að hafa einangrast félagslega til að stíga út fyrir þægindahringinn og gefa þeim þau verkfæri sem þarf til þess að geta tekist á við félagslegar aðstæður.
Í námskeiðinu er mikið unnið með hræðsluna sem getur fylgt félagslegum samskiptum og markvist unnið að því að draga úr þeirri hræðslu og feimni. Námskeiðinu er skipt niður í sjö tíma, þátttakendurnir hittast einu sinni í viku og er hver tími 80 mínútur, og er enginn tími eins. Námskeiðið er haldið í litlum hópum og er þar af leiðandi persónulegt og þæginlegt. Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem eiga erfitt með að eignast vini og vera í félagslegum aðstæðum. Unnið verður með markmiðasetningu, þægindahringinn, sjálfsmynd, sjálfstraust, vináttu, samskiptahæfni og í lokin er ígrundun á því sem þátttakendurnir hafa lært á námskeiðinu.
Einelti getur haft slæm og langvarandi áhrif á þolanda þess. Dæmi um áhrif eineltis geta verið depurð, lítið sjálfstraust, félagsleg einangrun og einmannaleiki. Þessi áhrif geta varað ævilangt og því mikilvægt að hafa úrræði í boði fyrir alla aldurshópa, börn jafnt sem fullorðna. Ég tel hins vegar ekki vera nægilegt framboð af úrræðum fyrir 16 ára og eldri og því er þetta námskeið sérstaklega ætlað þeim. Fullorðnir þurfa líka á vinum að halda.
Í greinargerðinni verður fjallað um fræðilega hluta námskeiðsins sem er um einelti og mismunandi birtingamyndir þess og skilgreiningar á hugtökum tengdum námskeiðinu, þá aðallega er við kemur afleiðingum eineltis og mikilvægi vináttu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð í sniðmati - loka.pdf | 670 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Námskeiðið - lokaútgáfa.pdf | 662,39 kB | Lokaður til...13.01.2100 | Viðauki |