is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21204

Titill: 
 • Titill er á þýsku Die gegenwärtige Lage der Juden in Deutschland
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er lokaverkefni í BA-námi við Deild erlendra tungumála við Háskóla Íslands.
  Í ritgerð þessari skrifar höfundur um núverandi stöðu gyðinga í Þýskalandi í dag. Gyðingar eiga átakanlega sögu, sérstaklega í Þýskalandi og spyr höfundur sig stundum afhverju gyðingar vilja búa í landi þar sem þeir voru píndir og myrtir. Ritgerðin svarar þeirri spurningu og sýnir heildarmynd af lífi þeirra í Þýskalandi. Gerð var eigindleg rannsókn til að hjálpa við að svara rannsóknarspurningunni sem hljómar svona : Hvernig er núverandi staða gyðinga í Þýskalandi í dag?
  Farið verður í gegnum hugtök og skilgreiningar sem viðkoma trú gyðinga, þar á meðal um klæðaburð, hátíðardaga og ýmsa siði einnig hvernig gyðingar skiptast niður eftir því hvaðan þeir koma og hvernig nýjar hreyfingar innan trúnnar þróuðust gegnum tíðina.
  Farið verður í sögu gyðinga og þriðja ríkisins. Ekki má gleyma að tala um gyðingahatur sem á sér stað ennþá til dagsins í dag.
  Því næst er farið í nútímann þar sem rætt er um skóla, leikskóla og möguleika
  sem þau hafa í Þýskalandi þar á meðal um félög gyðinga. Í lokin er talað um rannsóknina sem gerð var. Eigindleg rannsókn var gerð í formi viðtala. Rætt var við tvo einstaklinga sem eru gyðingatrúar og búa í Þýskalandi. Farið var til Berlinar til að taka viðtölin en einnig til að afla frekari gagna um lífið sem gyðingur í Þýskalandi. Þátttakendur rannsóknarinnar voru spurðir ýmissa spurninga, eins og afhverju þeir byggju í Þýskalandi, hvort þeir fyndu fyrir gyðingahatri og hvernig samfélagið væri í Þýskalandi. Áhugaverðar upplýsingar fengust úr viðtölunum og ferðinni til Berlinar.
  Höfundur hafði mikinn áhuga á ritgerðarefninu og fannst vera meiri þörf á umræðu og kennslu um trú gyðinga. Ekki fannst mikið af umfjöllunum um stöðu gyðinga í Þýskalandi í dag, heldur var flest frá fortíðinni. Þar af leiðandi fannst höfundi núverandi staða gyðinga í Þýskalandi tilvalið umfjöllunarefni.

Samþykkt: 
 • 8.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21204


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð þýska.pdf406.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna