is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21205

Titill: 
  • Börn sem alast upp hjá vímuefnasjúkum foreldrum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar eru börn sem alast upp hjá vímuefnasjúkum foreldrum. Markmið verkefnisins er að skoða áhrif vímuefnasjúkra foreldra á börn sín og kanna hvort það ýti undir áhættuhegðun hjá börnum og unglingum að alast um hjá vímuefnasjúkum foreldrum. Jafnframt er lögð áhersla á að skoða þá styrkleika og verndandi þætti sem börn vímuefnasjúka foreldra kunna að hafa. Fjallað er um kenningar og rannsóknir tengdar viðfangsefninu og gerð verður grein fyrir skilgreiningum á vímuefnasýki, fjölskyldu, foreldrahlutverkinu, áhættuhegðun, styrkleikum og verndandi þáttum barna. Niðurstöður rannsókna sýna að börn sem eiga vímuefnasjúka foreldra verða fyrir skaðlegum áhrifum af völdum neyslu foreldra sinna. Foreldrar eiga erfitt með að sinna uppeldisskyldum sem og öðru eðlilegu fjölskyldulífi vegna neyslu sinnar sem skapar ósöðugleika í umhverfi barnanna. Óstöðugleiki eykur líkurnar á áhættuhegðun og benda rannsóknir til þess að áhættuhegðun barna sem eiga vímuefnasjúka foreldra sé meiri en hjá öðrum börnum. Þrátt fyrir miklar líkur á margskonar skaða þá eru ákvæðnir þættir í umhverfinu sem geta dregið úr honum, til að mynda stuðningur. Helstu niðurstöður benda því til þess að hægt sé að draga úr skaðlegum áhrifum af völdum vímuefnasýki foreldra með ákveðnum stuðningi og minnka þar með líkurnar á áhættuhegðun.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21205


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð_Elísaodinsd.pdf691.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna