en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/21214

Title: 
  • Title is in Icelandic „Ég er vængstýfður fugl“: Um náttúrusýn í ljóðum Erlu - Guðfinnu Þorsteinsdóttur
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er fjallað um náttúruljóð skáldkonunnar Erlu, Guðfinnu Þorsteinsdóttur (1896–1972) í ljósi vistrýni. Hugað er að tengslum hennar við tvær bókmenntastefnur, rómantík og nýrómantík. Ritgerðin hefst á umfjöllun um ævi, skáldferil og viðtökusögu Guðfinnu. Því næst er sjónum beint að náttúrusýn hennar og annarra skálda, þar sem áhersla er lögð á skáldskapareinkennið innra landslag (e. interior landscape, fr. paysage intérieur), sem felst í því að umhverfinu er lýst á sálrænum forsendum og þannig rennur hið ytra og innra saman. Þá er gerð grein fyrir myndmáli skáldkonunnar og fleiri skáldkvenna og sýnt fram á hvernig myndmál smæðarinnar (e. the Metaphor of Littleness) birtist í ljóðagerð kvenna á 19. og 20. öld. Þær líkja sér þá við það sem er smágert og fíngert í lífríkinu andspænis hinni upphöfnu sýn rómantískra karlskálda, sem fól oftar en ekki í sér kvengervingu á náttúrunni. Að lokum eru nokkur ljóð Erlu tekin til athugunar með ofangreind atriði í huga, einkum ljóð hennar Hélublóm sem birtist í samnefndri ljóðabók, hinni fyrstu sem skáldkonan fékk útgefna, árið 1937. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að gæta má áhrifa gömlu rómantíkurinnar í skáldskap Erlu, auk táknsæisáhrifa í anda nýrómantíkur.

Accepted: 
  • May 8, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21214


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BAritgerð-Ásdís Helga Óskarsdóttir.pdf627.26 kBOpenHeildartextiPDFView/Open