is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21215

Titill: 
  • Læsi í leikskóla og hlutverk leikskólakennarans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. gráðu í leikskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um læsi í leikskólum, hvernig bernskulæsi þróast hjá börnum og hvernig það er samofið málþroskanum. Lestur, mál og ritun eru allt samverkandi þættir sem hafa áhrif á læsisþroska. Hlutverk leikskólakennarans verður skoðað með tilliti til hvað hann getur gert til að efla bernskulæsi, bæði með vinnu sinni og í umhverfi leikskólans. Nú þegar er hafin markviss vinna í eflingu bernskulæsis í mörgum leikskólum. Börn hafa meiri læsiskunnáttu þegar þau byrja í grunnskóla og það er ekki samfella í læsi á mótum leik- og grunnskóla. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að læsishugtakið er nýtt í leikskólastarfi og leikskólakennarar eru óöruggir í nálgun sinni þegar kemur að því að velja leiðir til að efla læsi barnanna. Leikurinn er leið leikskólabarna til þroska og náms en kennarar virðast frekar velja að vinna með læsi í skipulögðum stýrðum stundum. Þetta óöryggi bendir til að þeir þurfi að móta sér sýn í samræmi við starfsaðferðir leikskólans með frjálsa leikinn að leiðarljósi. Þeir þurfa að setja sér skýr markmið um hvernig þeir vilja helst vinna með læsi og gera vinnu sína sýnilega í námskrám leikskólanna því efling bernskulæsis verður í auknum mæli viðfangsefni leikskólakennara í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21215


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Læsi í leikskóla og hlutverk leikskólakennarans.pdf560.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna