is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21216

Titill: 
  • Stál í stál. Árekstrar og ásiglingar íslenskra og breskra skipa í þorskastríðum áttunda áratugar 20. aldar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vafalaust eru þorskastríðin alvarlegasta milliríkjadeila sem Ísland hefur átt í og gekk það svo langt að stjórnmálasambandi við Bretland var slitið árið 1976 og er það í eina skiptið sem Ísland hefur gripið til þessa ráðs. Stjórnmálamenn báru þó ekki hitann og þungann af baráttunni. Það kom í hlut Landhelgisgæslunnar. Í þorskastríðum áttunda áratugar létu íslensk og bresk skip oft sverfa til stáls sín á milli. Breskir togarar veiddu hér í óþökk Íslendinga. Varðskipin voru því gerð út af örkinni til að stöðva landhelgisbrjótanna. Iðulega var notuð sú aðferð að skera burt trollið með þar til gerðum togvíraklippum. Breski flotinn var sendur á vettvang til að vernda fiskiskipin gegn áreitni varðskipanna. Freigátum flotans var bannað að beita vopnum gegn Landhelgisgæslunni enda í raun um bandalagsþjóð að ræða. Eina úrræði þeirra var því að reyna að sigla fyrir varðskipin og þvinga þau af leið og sló þá oft í brýnu, stundum mjög alvarlega og má t.d. rekja dauðsfall um borð í íslensku varðskipi árið 1973 til þessara átaka.

    Lýsingar af þessum atburðum eru oft á tíðum ansi ólíkar. Hér er lögð áhersla á að skoða þessi ólíku sjónarhorn deiluaðila og athugað hvort hægt sé að komast að hinu sanna í málinu eða hvort alltaf sé orð gegn orði. Íslenskar frásagnir af þessum atburðum hafa jafnan verið á einn veg: Bresku freigáturnar voru einatt í órétti og stunduðu fólsku-legar ásiglingar á íslensk skip. Eins og gefur að skilja þá kemur allt önnur mynd upp er breskur vitnisburður er skoðaður. Íslenskum varðskipsmönnum er lýst sem yfirmáta fífldjörfum og oft árásargjörnum. Með því að bera saman lýsingar deiluaðila kemur fram heilsteyptari og heildrænni mynd af þessari deilu.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21216


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stál í stál.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna