Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/21218
Áherslur í stærðfræðikennslu hafa verið að breytast í Aðalnámskrá grunnskóla á síðustu áratugum. Sú þróun hefur kallað á nýtt námsefni sem samrýmist breyttum áherslum. Þessari þörf hefur að einhverju leyti verið mætt með námsefninu Átta-tíu en þó er að mati höfundar vöntun á frekari fjölbreytni. Tilgangurinn með þessu lokaverkefni er því að hanna námsefni í stærðfræði fyrir unglingastig grunnskóla sem mætir þessum breyttu áherslum og gefur kennurum kost á fjölbreyttari valmöguleikum. Í námsefninu er lögð áhersla á notkun forritsins GeoGebra enda samrýmist það áherslum Aðalnámskrár grunnskóla um notkun tölvutækninnar. Verkefnaheftið samanstendur af níu sjálfstæðum verkefnum. Viðfangsefni þeirra spanna m.a. rúmfræði, algebru og fjármál og eru verkefnin hugsuð fyrir nemendur á unglingastigi. Með þeim eiga kennara að geta boðið upp á tilbreytingu frá hefðbundnu námsefni og aukið fjölbreytnina í kennslu sinni á stærðfræði. Lokaverkefni þetta samanstendur af greinagerð, verkefnahefti og kennsluleiðbeiningum.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Greinagerd_Grimur_Bjarnason.pdf | 709,15 kB | Open | Greinargerð | View/Open | |
Verkefnahefti_Grimur_Bjarnason.pdf | 919,26 kB | Locked Until...2030/01/01 | Verkefnahefti | ||
Kennsluleidbeiningar_Grimur_Bjarnason.pdf | 1,26 MB | Locked Until...2030/01/01 | Kennsluleiðbeiningar |