Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21220
Þetta lokaverkefni til B.Ed.-prófs fjallar um notkun kennara og nemenda á spjaldtölvum í námi og kennslu. Grunnskólar á Íslandi hafa verið að taka inn spjaldtölvur og nýta sér í starfi sínu. Ég skoða hvernig það gengur og hvaða ávinning sú vinna getur skilað. Ég vinn út frá rannsóknarspurningunni: Hvernig getur spjaldtölva tengt nemendur við skólastarfið? Ég las heimildir á netinu og í bókum, tók viðtöl og leitaði mér að upplýsingum um smáforrit í söluforritum spjaldtölva (App Store). Niðurstöðurnar eru að spjaldtölvur geta komið að gagni, kennarar þurfa að læra á nýtt verkfæri og vera vakandi yfir hraðri þróun tækjanna. Markmið verkefnisins var að kynna mér starf kennara með spjaldtölvur og hvernig er hægt að tengja nemendur við nám sitt í gegnum þær, undirbúa mig enn frekar fyrir kennarastarfið og vonandi veita upplýsingar til þeirra sem þær vantar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokavekefni.skemma.pdf | 570,39 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |