is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21225

Titill: 
  • Kvíði á meðal ungs fólks. Áhrif samfélagsmiðla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A.-prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Viðfangsefni ritgerðarinnar er kvíði á meðal ungs fólks. Fjallað er um kvíða og áhrif hans ásamt því að skoða hvaða áhrif samfélagsmiðlar hafa á líðan ungmenna og hvort þeir ýti undir kvíða hjá þeim. Rætt er um helstu forvarnarleiðir í lífi unglinga sem geta bætt sjálfsmynd þeirra og líðan. Nokkur meðferðarúrræði, sem eru í boði fyrir þá sem upplifa kvíða, verða talin upp og starf félagsráðgjafa með þessum einstaklingum er sérstaklega skoðað. Markmið ritgerðarinnar er að svara eftirfarandi spurningum: Hvaða áhrif hefur kvíði á ungt fólk? Ýta samfélagsmiðlar undir kvíða hjá ungmennum? Hvaða forvarnir eru til staðar til þess að fyrirbyggja kvíða hjá ungmennum? Niðurstöður sýna að kvíði getur haft áhrif á sjálfsmynd og þroska ungmenna. Í kjölfarið geta þau upplifað sig einangruð og öðruvísi en annað fólk, þau geta einnig fundið fyrir erfiðum líkamlegum einkennum sem lætur þeim líða illa. Samfélagsmiðlar geta ýtt undir kvíða hjá ungmennum vegna þess að þau bera sig saman við aðra og eiga það til að upplifa sig og líf sitt ekki jafn fullnægjandi og annarra. Mikilvægi stuðnings frá foreldrum og skóla, góðir vinir og virkt forvarnarstarf getur skipti miklu máli í þroska og aðlögun ungmenna og komið í veg fyrir þróun kvíða á meðal þeirra.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21225


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Kvíði á meðal ungs fólks - lokaskjal.pdf492.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna