is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21227

Titill: 
  • „Ég man þá daga.“ Sjálfsævisögulega kvikmyndin sem undirgrein
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um sjálfsævisögulega kvikmyndagerð sem undirgrein. Ýmsar leiðir verða farnar til að skoða þetta viðfangsefni. Í fyrsta lagi verður sjálfsævisagan sem bókmenntagrein skoðuð með það í huga að bera saman einkenni hennar við þá ólíku eiginleika sem kvikmyndamiðillinn býður upp á. Um leið verður reynt að komast að því hvaða vandamál skjóta upp kollinum þegar kemur að því að notast við kvikmyndaformið til að miðla sjálfsævisögu. Ritgerðinni er skipt í fjóra hluta; inngang, þrjá greiningarhluta og lokaorð. Í fyrsta greiningarhlutanum verður fjallað um greinafræðina í þeim tilgangi að hafa hana til hliðsjónar þegar kemur að því að skilgreinar sjálfsævisögulegu kvikmyndina sem undirgrein. Í öðrum greiningarhlutanum verður fjallað um sjálfsævisöguna sem bókmenntaform annars vegar og kvikmyndaform hins vegar. Í fyrsta lagi verður fjallað um greinina „Eye for I: Making and Unmaking Autobiography in Film“ eftir Elizabeth W. Bruss, þar sem fjallað er um sjálfsævisögulega kvikmyndagerð með bókmenntir til hliðsjónar. Í stuttu máli kemst Bruss að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að miðla sjálfsævisögu í kvikmynd á sama hátt og gert er í bókum. Sem andsvar við þeirri grein verður litið á greinina „To Act or to Perform: Distinguishing Filmic Autobiography“ eftir Nadja Gernalzick, en hún telur að sjálfsævisöguleg kvikmyndagerð sé ekki bara gerleg heldur líka viðurkennd kvikmyndagrein. Notast verður við skilgreiningar Gernalzick til að fjalla um tvo meginflokka sjálfsævisögulegu kvikmyndarinnar, en það eru sjálfsævisögulega skáldaða kvikmyndin og kvikmyndalega sjálfsævisagan. Í þriðja greiningarhlutanum verða þrjár kvikmyndir teknar fyrir; Amarcord (1973, Federico Fellini), Radio Days (1987, Woody Allen) og Bíódagar (1994, Friðrik Þór Friðriksson). Þessar myndir eiga það allar sameiginlegt að vera byggðar á endurminningum leikstjóranna og verða þær skoðaðar nánar með þá staðreynd að leiðarljósi. Litið verður sérstaklega á þá eiginleika sem þær eiga sameiginlega og þannig reynt að komast því hvað einkenni sjálfsævisögulegu skálduðu kvikmyndina sem undirgrein.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21227


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð í kvikmyndafræði (Autosaved).pdf574.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna