Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21232
Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.A. prófs við mannfræðideild Háskóla Íslands. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að skoða hvaða áhrif neysluhyggja hefur haft á kauphegðun einstaklinga og hvernig sú hegðun hefur mótandi áhrif á sjálfsmynd þeirra. Einnig verður fjallað lauslega um hjarðhegðun Íslendinga þegar kemur að kauphegðun og hún höfð í huga þegar litið er til orðræðu fjölmiðla um vinsælar vörur.
Reynt verður að varpa ljósi á það hvernig stéttaskipting hefur haft mótandi áhrif á atbeini einstaklinga. Stuðst verður við kenningar og nálganir innan mannfræði um atbeini einstaklinga og getu þeirra til að hafa áhrif á umhverfi sitt og samfélag.
Í upphafi verkefnisins er hugtakið habitus skoðað út frá mannfræðilegri nálgun auk þess sem hugtök um menningarlegan auð (e. cultural capital), neyslusamfélag (e. consumer society) og praxis nálgunin (e. practice theory) verður gerð góð skil.
Kapítalismi hefur haft mikil áhrif á efnahagsmenningu og verður fjallað um þá kenningu út frá hugmyndum Adam Smith um hinn frjálsa markað og til móts við þær kenningar verða hugmyndir nýfrjálshyggju um frjálsan markað skoðaðar.
Þá verður fjallað um það hver stjórnar neysluvenjum einstaklinga út frá kenningum fræðimanna líkt og Pierre Boudire og Daniel Miller. Fjallað verður um sjálfsmat einstaklinga og hvernig slík stjórnun á neysluvenjum hefur áhrif á þeirra sjálf.
Helstu niðurstöður leiddu í ljós að neyslumenning er afar mikilvægur þáttur í mótun sjálfsmyndar einstaklinga og á 20. öldinni breyttist hugsunarháttur einstaklinga mikið þar sem aðrir þættir en notagildi vara fór að skipta máli. Einstaklingar fóru að velja vörur sínar frekar eftir því hversu móðins varan var og fyrir vikið hækkaði verð vörunnar umtalsvert.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA- FINAL.pdf | 710.83 kB | Lokaður til...14.05.2082 | Heildartexti |