is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21235

Titill: 
  • Að vera eða ekki vera maður sjálfur. Birtingarform listamannsins í tveimur myndum eftir Ethan og Joel Coen
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kvikmyndirnar Barton Fink (1991) og Inside Llewyn Davis (2013) eftir Ethan og Joel Coen verða teknar fyrir í þessari ritgerð, þar sem dregin er upp mynd af handritshöfundinum Barton Fink og þjóðlagasöngvaranum Llewyn Davis. Fjallað er um þá baráttu sem þessir listamenn há í tengslum við list sína. Tilvistarstefnan sem mannhyggja verður höfð að leiðarljósi við greiningu á þeim Fink og Davis. Einnig verður komið inn á kenningar Sören Kirkegaard um mikilvægi þess að hið persónulega sjálf sé í félagslegum samskiptum við aðra. Kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn hafa áhrif á aðstæður þessara tveggja listamanna. Þar eru kenningar Max Horkheimer og Theodor Adorno um menningariðnaðinn hafðar til hliðsjónar við greininguna. Barton Fink hverfist um viðfangsefni sitt og erfiðleika þá sem handritshöfundur stendur frammi fyrir við gerð handrits. Komið er inn á ritstíflu, erfiðar samningsviðræður og hvernig kvikmyndaiðnaðurinn í Hollywood gerir kröfu um ákveðna mynd og útilokar persónulega sýn handritshöfundar. Llewyn Davis býr yfir hæfileikum á tónlistarsviðinu en helsta hindrun á leið hans til frama er hans eigin sálarangist og honum er nánast um megn að mynda tilfinningaleg tengsl við fólk. Hann grípur ekki tækifæri sem að honum eru rétt innan tónlistariðnaðarins.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21235


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsida BA ritgerð.pdf29.34 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
titilsida BA ritgerð.pdf6.4 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Að vera eða ekki vera maður sjálfur - BA ritgerð 2015.pdf731.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna