Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/21241
Í ritgerðinni eru kynntar niðurstöður rannsóknar sem gerð var á íslensku millimáli kínverskra háskólanema. Millimálið var rannsakað á grunni úrvinnslukenningar Manfreds Pienamanns. Meginmarkmiðum ritgerðarinnar má skipta í tvennt: Annars vegar að byggja á íslenskri rannsókn innan úrvinnslukenningarinnar og bæta við þekkingu á sviði annarsmálsfræða á Íslandi; hins vegar að kanna hvort rannsóknarniðurstöður samræmast hugmyndum íslenskra og erlendra fræðimanna.
Í fyrstu þremur köflum ritgerðarinnar er fræðilegur grundvöllur rannsóknarinnar kynntur. Nauðsynleg hugtök innan annarsmálsfræða eru útskýrð. Fjallað er um fræðilegan bakgrunn úrvinnslukenningarinnar innan hugfræði og hlutverkamálfræði. Úrvinnslukenningin sjálf er kynnt og meginstoð hennar, þ.e. stigveldisröð sem spáir fyrir um tileinkun annars máls. Þá eru settar fram stigveldisspár fyrir þróun þeirra tveggja úrvinnsluaðgerða í íslensku millimáli sem til rannsóknar eru.
Í næstu tveimur köflum er rannsóknin sjálf til umfjöllunar. Nánar er fjallað um rannsóknarefnið innan úrvinnslukenningarinnar. Þá er ítarleg umfjöllun um gagnasafnið og aðferðir við flokkun þess. Rannsóknarniðurstöður eru loks birtar, settar í samhengi við úrvinnslukenninguna og bornar saman við niðurstöður svipaðra rannsókna á íslensku og norsku millimáli.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Í besta falli. Úrvinnslukenningin og frumlög í íslensku millimáli.pdf | 1,87 MB | Open | Heildartexti | View/Open |