en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/21245

Title: 
 • is Merkingar matvæla. Viðhorf fólks gagnvart merkingum matvæla
Submitted: 
 • May 2015
Abstract: 
 • is

  Val neytenda og hegðun varðandi matvæli getur ákvarðast að miklu leyti af samskiptum við aðra neytendur og upplýsingum á matvælum. Hvort að neytandinn noti gefnar upplýsingar og þar af leiðandi hvort þær hafi áhrif á val og hegðun neytenda, veltur á fjölmörgum þáttum. Þættir svo sem heilsutengdir hvatar, þekking, traust og fleiri hvatar geta haft mikil áhrif á ákvarðanatöku og viðhorfsbreytingu þegar kemur að merkingu matvæla. Þetta hefur verið mikið skoðað af fræðimönnum á síðastliðnum árum, sérstaklega í ljósi þess að merkingar matvæla virðast hafa áhrif á bæði ákvarðanatöku og viðhorfsbreytingu þegar að kemur að kaupum. Heilsa og næring eru vegin gegn öðrum hvötum varðandi val á matvælum, svo sem bragð, verð og þægindi. Merkingar matvæla eru síðan aðrar upplýsingar um vöruna sem neytandi hefur aðgang og getur líka virkað sem hvati við val á matvælum. Þessar upplýsingar eru í umhverfi sem einkennist af harðri samkeppni meðal seljenda við að ná athygli neytenda. Framleiðendur reyna því eftir bestu getu að setja grípandi upplýsingar á umbúðir matvæla svo að auðveldara sé að vekja áhuga eða athygli neytenda sem þar af leiðandi endar jafnvel með kaupum á matvælunum.
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf fólks gagnvart merkingum matvæla og athuga hvort að viðhorf fólks yrði jákvæðara þegar það sæi heilsutengd orð á pakkningum þeirra. Einnig var athugað hvort að fólk væri tilbúið að borga hærra verð fyrir matvæli sem er merkt heilsuvara. Til þess að kanna þetta sendi rannsakandi út spurningalista á rafrænu formi á Facebook síðu sinni þar sem fólk var beðið um að svara nokkrum spurningum varðandi merkingar matvæla.
  Helstu niðurstöður voru þær að almennt verður viðhorf neytenda jákvæðara gagnvart matvælum þegar þeir sjá heilsutengd orð á pakkningum þeirra en aðeins þriðjungur þátttakendanna voru tilbúnir að borga hærra verð fyrir vöru sem er merkt heilsuvara. Það var hvorki munur á milli kynjanna né munur á milli menntunarstigs fólks og hvort að viðhorfs fólks verði jákvæðara þegar það sér heilsutengd orð á pakkningum matvæla. Það skiptir sem sagt engu máli hvort um er að ræða karl eða konu eða hvort að fólk hefur lokið grunnskólaprófi, framhaldsskólaprófi eða háskólaprófi og hvort viðhorf fólks verði jákvæðara þegar það sér heilsutengd orð á pakkningum matvæla. Þeir sem huga hins vegar að heilbrigðum lífsstíl telja að viðhorf sitt verði jákvæðara þegar það sér heilsutengd orð á pakkningum matvæla.

Accepted: 
 • May 11, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21245


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Bs-ritgerð skemman.pdf937.1 kBOpenHeildartextiPDFView/Open